Örvitinn

Athugasemdir á trú.is

Þegar athugasemd mín er ekki enn komin á vefinn eftir tíu daga hlýt ég að velta því fyrir mér hver sé eiginlega tilgangur þess að hafa opið fyrir athugasemdir á trú.is.

Einhverjir ímynda sér eflaust að athugasemdin hljóti að vera skelfilega dónaleg fyrst hún hlýtur ekki náð fyrir augum ritstjórnar - en hún er ósköp saklaus.

Annars var ég að spá í því hvort þetta væri ekki fín helgi til að framkvæma gjörning í messu hjá einhverjum vel völdum presti! Sjáum til.

kvabb
Athugasemdir

Árni Svanur - 10/08/07 19:02 #

Við tökum okkur sumarfrí, eins og vonandi flestir Íslendingar. Og þá getur sú staða komið upp að enginn sé til að taka á móti ummælum. Skýringin er nú ekki flóknari en svo.

Matti - 10/08/07 23:00 #

En samt fara greinar í loftið í millitíðinni.

Mér finnst þetta slappt þegar áhugamannafélagið Vantrú ræður við að ritstýra athugasemdum og greinum í sínu sumarfríi.

Jón Frímann - 12/08/07 13:41 #

Það hefur örugglega einhver ýtt á delete takkan hjá trú.is, en það er víst voðalega algeng aðferð hjá trúmönnum sem vilja ekki óþægilegar spurningar og svör. En þeir ritskoða vefinn sinn í fúlustu alvöru.