Örvitinn

Traffík

Ég klikkaði á verkstjórninni í morgun og endaði því á að skutla stelpunum í skólann. Þær voru alltof lengi af stað og það er náttúrulega engum öðrum en mér að kenna. Ég held þær hafi verið dálítið svekktar að missa af göngunni en um leið ánægðar með skutlið.

Ég var því þokkalega snemma á ferðinni og náði umferðarteppu á Reykjanesbraut og Miklubraut. Ég var ekkert að stressa mig á því, þetta gekk hægt en gekk þó.

Þórður vísaði á nýju plötu I adapt í gær - ég er búinn að renna í gegnum í nokkur skipti og líkar vel. Þetta er alveg á jaðri þess sem ég höndla í rokktónlist - en kemur mér skemmtilega á óvart, ég hélt að I adapt væru leiðinlegri!

b2 vísaði á vantrúargrein gærdagsins þar sem fjallað er um álfa. Það fylgir vísunum frá b2 alltaf heilmikil traffík og yfirleitt kjánalegar/þreytandi athugasemdir - en þær hafa verið í lágmarki í þetta skipti. Svo óheppilega vildi til að netsamband vefþjóns var slitrótt í tímabili í gærkvöldi en það er komið í lag.

dagbók
Athugasemdir

pallih - 28/08/07 11:44 #

Gott að heyra að þér líkar I Adapt...

... en ég og kærastan erum einmitt útgefendur plötunnar (rassvasaútgáfan Mammaþín!).

Ef þig langar að versla eintak þá er diskurinn til sölu í 12 Tónum, Geisladiskabúð Valda og Smekkleysu Plötubúð. Þar kostar hann eitthvað meira en heildsöluverðið 1300 krónur sem þú getur fengið hann á ef þú hefur beint samband við okkur hjá Mammaþín!

Og þetta er alvöru útgáfa - ekki við hjónin að brenna cd-r diska á síðkvöldum :)

Matti - 28/08/07 13:52 #

Ég kaupi þennan disk. Skýst í bæinn á eftir.

Annars er það snilld hjá ykkur að það sé hægt að hlusta á hann allan á netinu. Það er ekki séns að ég hefði spáð í því að kaupa þennan disk annars.

Einar - 30/08/07 09:16 #

Eitthvað það besta sem ég hef heyrt frá íslensku harðkjarna senunni. Kjarnmikil keyrsla með melódísku yfirbragði, agressívt og fín gredda :-) Heyri Hatebreed svífa töluvert yfir lagasmíðum sem er mjög gott mál. Held bara að nú sé tími til kominn að styðja íslensku senuna.