Örvitinn

Hægri eða vinstri heili

Þetta próf hjá Sigurjóni er áhugavert. Ég sé stelpuna snúast réttsælis eða rangsælis að því virðist handahófskennt.

vísanir
Athugasemdir

Arnold - 20/10/07 12:45 #

Ég ætla að sætta mig við að nota bara hægra heilahvelið. Langaði bara svo að geta notað bæði í einu eins og þú. Sérstakur hæfileiki sem þú hefur Matti! Er þetta sem kallað er að vera Multi-Talented!!?

Matti - 20/10/07 14:19 #

Ég er bara svona fjölhæfur :-)

Athugasemdir eru lengi að skila sér þessa stundina (eftir uppfærslu), ég eyði fyrri 2!

Kristín - 20/10/07 17:49 #

Ég var einmitt látin prófa þetta í gær og notaði eingöngu hægra heilahvel þangað til að skyndilega með leiðbeiningum ég náði að snúa henni við m.þ.a. horfa á textann og gjóa augum á stúlkuna. Eftir nokkur rauðvínsglös gat ég svo snúið henni að vild án mikillar fyrirhafnar. Hver segir að rauðvín sé ekki hollt og gott?

Eyja - 20/10/07 18:04 #

Ég fæ hana ekki með nokkru móti til að snúast öðruvísi en rangsælis. Ég gef lítið fyrir þetta heilahvelakjaftæði. Fæ oftast út á slíkum "prófum" að ég noti bæði hvelin nokkuð jafnt, hvað svo sem það þýðir.

Sirrý - 20/10/07 18:12 #

Hún snýst í báðar áttir hjá mér. Greynilega snillingur á ferð :C)

Matti - 21/10/07 11:09 #

Þessi grein sem vísað er á úr athugasemd hjá Sigurjóni útskýrir málið. Þetta snýst víst ekkert um heilahvel :-)

Kristín - 21/10/07 12:12 #

Ég tek aldrei marka á svona "vísindum", þetta er eingöngu til gamans. Og ég er að bilast, finn ekki kallinn í baununum! Reyndar hafði ég ekki úthald í mínútu, held ég.

Matti - 21/10/07 12:15 #

Ég segi það sama, gafst upp á baunakallinum eftir hálfa mínútu :-)

Gyða - 21/10/07 13:42 #

Ég fann kallinn í baunahrúgunni :-)

Eyja - 21/10/07 14:00 #

Ég fann líka karlinn í baunahrúgunni en það tók mig meira en 3 sekúndur. Takk fyrir vísunina á þessa bloggsíðu, ég er einmitt í því að safna efni til að nota í kennslu í gagnrýnni hugsun, er með allar klær úti.

Matti - 21/10/07 14:55 #

Ég fann karlinn í annarri tilraun.