Örvitinn

Leikskólapresturinn tjáir sig

Fámennur hópur trúleysingja hindrar kirkjustarf í Seljahverfi

Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, telur að það sé vegna athugasemda frá fámennum en háværum hópi fólks sem leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafi tekið þá ákvörðun að gera hlé á samstarfi kirkjunnar við leikskólana. #

Nei, það er vegna skýrslu starfshóps Leikskóla- og Menntasviðs Reykjavíkur [pdf skjal], sjá umfjöllun á Vantrú.

En þetta tal um fámenna og háværa hópa er fyndið. Þó það væri bara einn þögull einstaklingur á móti kristniboði í leikskólum væri það samt ekki réttlætanlegt. Þetta snýst um grundvallaratriði.

Finnst ykkur ekki annars merkilegt að í fyrirsögn fréttarinnar sé talað um að fámennur hópur hindri kirkjustarf í Seljahverfi.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 29/11/07 12:43 #

Sérkennilegt en mér varð einmitt hugsað til þín þegar ég las þessa frétt ;) Spurning hvort það sé ekki við hæfi að óska til hamingju með árangurinn ;)?

Kristján Atli - 29/11/07 13:02 #

Ég skal borga þér væna summu fyrir að flytjast í hverfið mitt þegar börnin mín komast á leikskólaaldur. :)

Halldór E. - 29/11/07 13:35 #

Ég verð að taka undir með þér Matti, að þetta er fremur klént hjá Bolla.

Hins vegar ættir þú að fagna því að "stjarna" hverfisins telji þig svona áhrifamikinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/11/07 13:43 #

Kannski heldur Bolli því fram að starfshópurinn sem samdi skýrsluna sé "fámennur hópur háværra trúleysingja"?

Matti - 29/11/07 14:47 #

Þessu er ekki lokið, en árangurinn er samt töluverður og því má alveg óska okkur til hamingju með hann :-)

Kristján Atli, þegar að því kemur og ef það verður eitthvað svona í gangi í hverfinu þínu skal ég ganga í málið - en það skiptir rosalega samt miklu máli að foreldri barna í viðeigandi skóla komi fram. Nú virðist enginn mega segja neitt lengur nema hann sé aðili að málinu. Það er semsagt nýjasta aðferðin til að kæfa alla gagnrýni. Að ónefndri "háværa minnihlutahópa" taktíkinni.

Þess má geta að fámennur hópur háværra trúleysingja kom hvergi nærri gerð þessa skýrslu og hafði ekki hugmynd um að hún væri komin út. Þetta mál fór í gang í fjölmiðlum núna vegna þess að foreldri leikskólabarns í Seljahverfi sagði mér frá því að leikskólastjóri tilkynnti um þetta á foreldrafundi í vikunni.

Orð séra Bolla um Vinaleið í Seljahverfi eru ekkert annað en stríðsyfirlýsing. Ég mun fara á fund skólastjóra í skóla dætra minna og ræða þetta mál á næstu dögum.

Sirrý - 29/11/07 20:12 #

Ég verð að segja ég fylgist ekki mikið með trúar umræðum á þessari síðu en vill samt óska ykkur til hamingju með þennan árangur þrátt fyrir að vera ekki nógu góður. Ég er sjálf á móti trúboði á leikskólum og myndi heldur ekki kæra mig um að fá ykkur ( Vantrúar fólk) inn á leikskólan til að boða það að Guð sé ekki til og ekki heldur Veginn eða krossinn eða hvað þetta heitir allt saman. Dóttir mín fær að taka þátt í kirkjustarfi í skólanum sínum og þurfi ég að skrifa undir leyfisbréf vegna þess efnis. En ég ætla að gera mér ferð þangað á þeim tíma við tæki færi og fylgjast með hvernig það fer framm því ég vill fylgjast með hvað er verið að boða. En auðvitað ekki alveg staðið við orð mín þar sem ég hef ekki farin enn og hún búin að fara tvisvar og kemur ógurlega kát og glöð heim.

David - 02/12/07 08:57 #

Er tad ekki rett ad Hjalti, fulltrui vantruar hafi sent ollum leikskolum i hverfinu bref tar sem hann for ofogrum ordum um tetta? Tu minnist ekki a tad! Nu tegar foreldrar risa upp reynid tid ad hvittvo hendur ykkar af tessa hatrommu barattu ykkar!! Spurning um tad hver er ad ljuga!!!!

Matti - 02/12/07 09:43 #

Jú, það er rétt - Hjalti sendi bréf til leikskólanna þar sem hann gagnrýndi trúboðið. Hvar reyni ég að hvítþvo hendur okkar af þessu?

Hvað er hatrammt við baráttu okkar og hverju laug ég?

Við höfum ekkert gert í málinu í langar tíma, komum hvergi nærri gerð skýrslunnar (það var ekki rætt við okkur) og höfðum ekki hugmynd um að hún væri komin út (þó það séu nærri tíu mánuðir síðan).

Aftur á móti var séra Halldór Reynisson meðal þeirra sem unnu að skýrslunni. Væri ekki nær að ráðast á hann og hans "hatrömmu baráttu"?

Hjalti Rúnar Ómarsson - 02/12/07 17:43 #

Davíð, nei, ég sendi aldrei öllum leikskólum í hverfinu bréf þar sem ég fór "ófögrum orðum um þetta". Til að byrja með sendi ég tölvupósta til leikskólanna og spurði út í hvað fælist í þessum heimsóknum og hver stefna leikskólanna væri í þessum málum (man það reyndar ekki alveg). Síðan sagðist ég hafa áhyggjur af því að þarna væri að stunda trúboð, ef ég man rétt.

Davíð, hver sagði þér að ég hafi sent leikskólunum bréf þar sem ég hafi farið "ófögrum orðum" um trúboðsheimsóknirnar?

Matti - 02/12/07 17:48 #

Ég hafði semsagt rangt fyrir mér í síðustu athugasemd minni þegar ég segi að Hjalti hafi "gagnrýnt trúboðið", hann útskýrir þetta betur í sinni athugasemd.