Örvitinn

Super Mario Galaxy til í Ormsson

Vildi láta þá sem hafa verið að bíða Super Mario Galaxy fyrir Wii vita að hann er fáanlegur í Ormsson, kom í búðina í morgun. Það er því enn tími til að kaupa hann í jólapakkann. Nema hann sé uppseldur aftur.

tölvuleikir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 22/12/07 14:05 #

Best tölvuleikur sem ég hef spilað í áraraðir.

Arnold - 22/12/07 15:22 #

takk fyrir þetta, ég skelli mér niður í Ormsson eftir.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 22/12/07 21:31 #

Gleðileg jól minn kæri og megir þú og þín fjölskylda hafa það sem allra best.

Jón Arnar - 23/12/07 00:04 #

Ég hringdi í þá á föstudag, og þá var búið að fresta því fram á laugardag að hefja sölu.. fyrstir komu, fyrstir fengu, enda var víst biðröð fyrir utan hurðina kl. 11 í morgun, og auðvitað allt uppurið þegar ég drattaðist inn klukkan 15. Svo lærir sem lifir. En þeir lofa annarri sendingu í miðjum janúar. Endaði á að taka Wario Ware í staðinn.

Matti - 23/12/07 00:12 #

Ég fór í Ormsson í gærkvöldi að versla og spurði um Super Maria Galaxy í leiðinni, fékk þá að vita að hann kæmi í dag. Var því mættur við opnun. Röðin var nú ekki mjög löng, fólk í fjórum eða fimm bílum fyrir utan þegar ég mætti og ætli það hafi ekki farið svona tíu eintök fyrstu tíu mínúturnar.

Arnold Björnsson - 23/12/07 10:27 #

Ég náði síðasta eintakinu, beitti klíkuskap :) Gott að vera í klíkum :)

Arnold Björnsson - 23/12/07 10:36 #

En svona grínlaust, ég var bara heppinn :) En eitthvað hlýtur að vera varið í þennan leik fyrst áhuginn er svona mikill. Mig er bara farið að hlakka til að skoða hann, ég sem hef engann áhuga á tölvuleikjum.

Matti - 23/12/07 14:46 #

Arnold, þessu leikur hefur verið að fá alveg fáránlega góða dóma. Ég hef bara ekki séð annað eins.

Mikið hlakka ég til jóla, ég á eftir að leika mér þegar stelpurnar sofa :-)

Arnold Björnsson - 23/12/07 17:25 #

Já, strákurinn færi Wii og þrjá leiki með. Ég er alveg laus við áhuga á tölvuleikjum, en mér finnst þessi tölva áhugaverð vegna þess hvernig stýritækin ( hvað er þetta annars kallað ) virka. Ekki útilokað að ég prófi kannski má.