Örvitinn

Krónískur lygari

Ég er að velta því fyrir mér að gerast krónískur lygari. Það hefur eflaust ótal kosti. Þá hefði ég alltaf eitthvað til að blogga um, ættingjum, vinum og öðrum lesendum til ómældrar ánægju.

Þar að auki myndi það auka gleðina á kaffistofunni í vinnunni, á hverju degi segði ég skemmtilegar lygasögur sem vinnufélagar mínir gætu svo sagt öðrum, heimfært yfir á sig sjálfa, ýkt og staðfært.

Að lokum yrði samfélagið allt skemmtilegra, allir glaðari og graðari þökk sé ýktum lygasögum mínum.

Eftir fáein ár myndi fólk velta því fyrir sér hvort sögurnar væru ósannar. Sem betur fer myndi ekki nokkur maður hugsa þá hugsun til enda því sannleikurinn er víst svo ofsalega leiðinlegur.

Ýmislegt
Athugasemdir

Erna - 16/01/08 15:54 #

Er þetta sumsé ekki dylgjublogg?

Matti - 16/01/08 16:50 #

Nei nei, engar dylgjur í þetta skipti. Umræðan í hádeginu snerist m.a. um tiltekinn k.l. og mér fannst þetta skondin pæling! Auðvitað má heimfæra þetta á ansi marga :-)

Kristín - 17/01/08 15:16 #

Ég var að spá í að svara þér í gær og fór að hugsa um þá tvo k.l. sem ég þekki og lenti svo í að horfa á hvílíkan sérstæð sakamál þátt í gær um konu sem laug alla fulla og manípúleraði góðan mann til að myrða fyrir sig. En ég svaraði engu því ég var svo sannfærð um að þetta væri dylgjublogg! He he he.