Örvitinn

Morgunblaðið "trollar" á baksíðu - trú.is í 24 Stundum

Eflaust fannst einhverjum á ritstjórn Morgunblaðsins sniðugt að setja fyrirsögnina Kenning Darwins felld? á baksíðu blaðsins í dag. Mér fannst það heimskulegt.

Það er umhugsunarvert hvað umfjöllun Morgunblaðsins um vísindi er yfireitt léleg. Blaðið mætti sýna örlítið meiri metnað í þeim málum. T.d. svipaðan metnað og blaðið setur í að vera málgagn Ríkiskirkjunnar. Meðal annars með því að birta reglulega trúarþvætting gamalmennis í viðhafnarboxi.

Mér leiðist að tala illa um Morgunblaðið þar sem ég kannast við margt gott fólk sem þar vinnur.

Dótturblað Systurblað þess, 24 Stundir, birtir á hverjum laugardegi spurningar og svör frá trú.is. Skoðanaleysingjarnir á trú.is hafa yfirleitt aldrei neitt merkilegt að segja. Það væri gaman að vita hvað kirkjan borgar 24 Stundum fyrir þessa síðu. Þegar ég sendi prestsyninum og ritstjóranum tölvupóst þar sem ég bauð honum greinarkorn frá Vantrú voru viðbrögðin engin. Ég fékk aldrei svar. Eftir að hafa fylgst með árás ritstjóras/prestsonarins á trúleysingja í desember, þar sem hann endurtók ósannindi ítrekað, bæði í leiðurum og öðrum fjölmiðlum, eftir að þau höfðu verið leiðrétt í blaðinu sem hann stýrir, hef ég á tilfinningunni að hann sé skúrkur.

Enda virðist allt benda til að hann verði næsti ritstjóri málgagns Ríkiskirkjunnar.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Hildur - 02/03/08 15:52 #

24 stundir er ekki dótturblað Moggans!

Matti - 02/03/08 15:55 #

Æi, hvað á ég þá að kalla þessi tengsl? :-|

Var ritstjórinn ekki að skrifa greinar í Morgunblaðið í síðustu viku?

Hildur - 02/03/08 16:12 #

Í besta falli systurblað, því að Árvakur á og rekur bæði blöðin. Það var Ár og dagur sem stofnaði Blaðið á sínum tíma þannig að ef það er "dótturblað" er það í besta falli ættleitt.

En svarið við seinni spurningunni þinni er víst Jú.

Matti - 02/03/08 16:18 #

Allt í lagi, ég skal kalla nota systurblað :-)

Ertu ekki frekar til í að skamma mig fyrir að gefa í skyn að trú.is greiði fyrir aðgang að laugardagsblaðinu ;-)