Örvitinn

Ráð til að forðast sjálfsfróun

Mörg trúfélög hafa haft horn í síðu sjálfsfróunar. Ég kann ekki góða skýringu á því. Hugsanlega litu sumir svo á að sæðið innihéldi manneskjur meðan aðrir létu það fara í taugarnar á sér að fólk fengi útrás fyrir kynferðislegar þarfir sínar. Ef þú getur stjórnað kynlífi manneskjunnar stjórnarðu manneskjunni sögðu kaþólikkarnir klikkuðu víst.

Mormónar fíla ekki sjálfsfróun og hafa tekið saman ráðleggingar handa fólki sem vill halda sig frá rúnki. Hér eru mörg góð ráð, eins og t.d. það að forðast að líta á líkama sinn í spegli eftir sturtu. Ég verð að hafa það í huga næst.

Overcoming Masturbation

via reddit Nokkrar fróðlegar athugasemdir þar.

klám vísanir
Athugasemdir

Magnús - 03/03/08 11:18 #

"This habit-forming activity quickly leads to other activities such as viewing pornography and participating in homosexual activities."

Jú, hver kannast ekki við þetta, maður verður hommi næstum því um leið og maður byrjar að rúnka sér. Nú, eða lesbía. Bara að allir væru jafn pottþéttir og lausir við rugl og mormónar.

Elías Halldór - 03/03/08 12:07 #

Ég hef séð þeirri skoðun haldið fram að ástæður fyrir árásargirni Bandaríkjamanna sé helst að finna í þeirri staðreynd að þeir eru flestir umskornir, sem gerir þeim óhægara um vik að fróa sér. Mér finnst þetta alls ekki ólíklegt.

Matti - 03/03/08 13:13 #

Mér finnst þetta afar góð kenning.

Kalli - 04/03/08 10:43 #

Never read about your problem (even on sites claiming to be "educational").

Já, og ekki lesa um þetta á fræðsluvefum því þeir munu segja þér að þetta sé eðlilegt og heilbrigt. Það er ekki bara guð sem er afbrýðisamur heldur prelátar hans líka.

Helgi Briem - 05/03/08 14:02 #

Eru ekki flestir arabar og Ísraelar líka umskornir?

Say no more!

Eva - 06/03/08 08:57 #

Alltaf eitthvað fróðlegt hér. Ég vissi ekki að umskornir menn ættu svona erfitt með að fróa sér.

Ég bendi sjálfsfróunarfíklum á yndislega handbók sem vottar Jehóva gáfu út, 'Spurningar unga fólksins -svör sem duga' og þar er m.a. að finna hrífandi reynslusögu manns sem barðist gegn sjálfsfróun í 15 ár. Ekki fylgir sögunni hvort hann giftist eða komst yfir fíknina fyrir tilstilli bænarinnar. Þessi litla bók gefur ýmis góð ráð gegn sjálfsfróunarfíkn, t.d. ku vera gott að fara fram úr og fá sér snarl ef dónaskapurinn grípur mann að nóttu til.

Mummi - 06/03/08 09:20 #

...og fljótlega verður maður svo feitur að maður nær ekki lengur í vininn! Þetta er sko ráð sem dugar :)

Eva - 06/03/08 09:34 #

Ég sé að mormónar eru með sama ráð á takteinum. Það sem mér finnst best er samt þetta:

'Never associate with other people having the same weakness. Don't suppose that two of you will quit together, you never will. You must get away from people of that kind.'

Ahh... ég hef líklega verið svona óheppin með félgasskap í gegnum tíðina. Hér eftir mun ég spyrja fólk hvort það frói sér áður en ég geri það að vinum mínum. Ég er ansi hrædd um að ég verði að losa mig við þá sem ég á nú þegar. Hef marga grunaða um þennan veikleika.

Matti - 06/03/08 10:30 #

Nákvæmlega, ég kenni vinum mínum um þetta allt saman :-)