Örvitinn

Boltinn í sjónvarpinu

Ég er ekki með Sýn eða Sýn2 og fer á pöbbinn til að horfa á Liverpool leiki. Það hentar mér yfirleitt ágætlega. Stundum sakna ég þess samt að sjá ekki aðra leiki. Nenni ekki út á öldurhús til að glápa á þá - en myndi horfa ef ég hefði aðgang að þeim í sjónvarpi. Ég sakna þess ekkert að hafa ekki aðgang að Fulham-Reading eða álíka leikjum, en ég væri alveg til að sjá suma stórleikina í Meistaradeildinni.

Ég hef eflaust ekki horft jafn lítið á fótbolta í mörg ár.

boltinn fjölmiðlar
Athugasemdir

Baddi - 05/03/08 20:43 #

Ég mæli með því að skoða Sopcast.

Matti - 05/03/08 22:10 #

Ég hef prófað það en nenni eiginlega ekki að standa í því. Það hefur ekki verið að virka neitt sérstaklega vel þegar ég hef prófað.