Örvitinn

Teikning af Múhameð

Ég trúi því varla að það eigi að gera mál úr því þó tímarit hér á landi birti teikningu af Múhameð. Verð samt að taka fram að ég þekki ekki málavexti. Er verið að gera grín að Múhameð með þessari teikningu í Sagan öll? Er teikningin sjokkerandi á einhvern hátt, rasísk eða móðgandi?

Ég hef nokkra samúð með Salmann Tamini í þessu máli. Jónas Kristjánsson af öllu fólki ætti að vita að ekkert er að marka af því sem haft er eftir fólki í fjölmiðlum hér á landi. Fjölmiðlar birta það sem þeir vilja birta alveg óháð því sem viðmælandi segir. Það þekki ég ágætlega [Sjá t.d. a, b].

DV hefur eftir Salmann Tamini:

„Mér finnst þetta ósmekklegt. Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa fólk en ekki níðast á trúartáknum. Dónaskapur kemur málfrelsi ekkert við,“

Ef teikningin er hvorki rasísk né móðgandi, heldur bara teikning af Múhameð, þá er að mínu mati frekar vafasamt að tala um að verið sé að „níðast á trúartáknum“.

Það má ekki gleyma því að fjöldi múslima um allan heim hefur ekkert á móti því að birtar séu teikningar af spámanninum. Sumir vilja láta eins og allar slíkar teikningar séu hrikaleg móðgun við trúartilfinningar allra múslima. Sama fólk kvartar svo sáran undan því að aðrir alhæfi um múslima.

fjölmiðlar íslam
Athugasemdir

Eiríkur Örn - 18/03/08 19:46 #

Ég sé raunar ekki betur en þetta sé einfaldlega uppsláttur til að selja blaðið - væntanlega hefur verið eitthvað óþarflega lítið af hysterískum fréttum af múslimum síðustu daga, og svangir að verða svangari. Mér sýnast bæði Illugi og Salmann bara tiltölulega rólegir yfir þessu - þó þeir séu ekki endilega sammála. Að minnsta kosti rólegri en halda mætti af forsíðu DV.

Matti - 18/03/08 20:27 #

Ég vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi. Ætli þetta hafi ekkert verið í Reykjavík síðdegis í dag. Það væri mannvitsbrekkunum þar líkt að gera mál úr þessu.

Baldur McQueen - 19/03/08 01:45 #

Tel rétt að þetta verði lítið annað en (kjánalegur) stormur í vatnsglasi.

En fyrst Matti talar um alhæfingar vil ég benda honum á bókina "Who Speaks for Islam?" sem kom út fyrir nokkrum dögum. Afrakstur viðamestu Gallup könnunar sinnar tegundar.
Alhæfingar eru óþarfar með slíkt rit við hendina.

Skyldueign fyrir áhugamenn um trú/vantrú.