Örvitinn

Mannaveiðar - vísbending eða klúður?

Í upphafi sjónvarpsþáttarins Mannaveiðar sjáum við veiðimann byrja á nesti sínu í skurði. Skyndilega er skotið á hann og hann missir bollann sinn.

Skömmu síðar í þættinum eru lögreglumenn úr Reykjavík að skoða bíl veiðimannsins/fórnarlambsins. Í framsæti bílsins liggur nestið hans, samloka og hitabrúsi.

Hvort er þetta vísbending eða klúður?

Annars líst mér vel á þessa þætti. Leiðist samt dálítið þetta gamaldags módel að bíða í viku eftir næsta þætti. Getur einhver bent mér á alla seríuna á torrent síðu :-P

sjónvarp
Athugasemdir

Pétur Björgvin - 25/03/08 20:23 #

Þetta er vísbending engin spurning. Tómas hafði ætlað að fara með honum og hætt við á síðustu stundu en þá hafði Ólafur þegar látið útbúa nesti fyrir tvo.