Örvitinn

Hvað er merkilegt í Berlín?

Ég er að fara til Berlínar þarnæstu helgin með hópi vinnufélaga og mökum. Við stoppum stutt og höfum því ekki tíma til að skoða mikið. Því spyr ég, með hverju mælið þið í Berlín?

Það eina sem hefur verið skipulagt er kvöldverður á laugardagskvöldi. Við komum út seint á föstudagskvöldi og vorum að spá í að byrja laugardaginn á því að rölta milli Brandeburg hliðsins að Alexanderplatz. Skoða sitthvað þar og fá okkur tvo eða þrjá bjóra.

Hvað á maður að sjá í svona stuttu stoppi, það þarf náttúrulega að velja og hafna. Á maður að kíkja á söfn, fara á markað, skoða kirkjur eða fara á klámsýningar? Helfararminnismerkið verður væntanlega skoðað. Einhverjir eru að spá í að kíkja á Gyðingasafnið. Er þess virði að kíkja upp í sjónvarpsturninn?

Tillögur vel þegnar.

dagbók
Athugasemdir

Kalli - 10/04/08 10:55 #

Hmmm... ef ég væri að fara til Berlín myndi ég finna mér stað þar sem ég get kynnt mér Berlinerweisse almennilega. Ísúr hveitibjór sem er oft blandaður með bragðbættu sýrópi.

Þú ert ekkert með dellu fyrir klassískum bílum er það? :)

Halldór E. - 10/04/08 13:52 #

Ég hef ekki farið til Berlínar í næstum 10 ár, þannig að e.t.v. er minnið farið að bresta en mér þótti á sínum tíma mikið til um Checkpoint Charlie húsið.

Matti - 10/04/08 15:06 #

Takk fyrir þessar ábendingar. Enginn mælir með klámsýningu - dæmigert :-)

Matti - 10/04/08 20:30 #

Ah, takk fyrir þessa góðu hugmynd. Ég skoða það :-)