Örvitinn

Jósef

Fórum í þriðju og síðustu fermingarveisluna þetta árið í dag. Jósef frændi minn var að fermast. Veislan var haldin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ.

Við gáfum honum manga bækur. Hann og Áróra Ósk voru að ræða saman í afmælinu hans Didda um daginn og þá kom í ljós það þau deila áhuga á slíkum bókum. Áróra sá því um að velja bækurnar, fyrstu níu í seríu sem ég man ekki hvað heitir. Gjöfin vakti miklu lukku.

Jósef

dagbók myndir
Athugasemdir

Matti - 14/04/08 18:12 #

Áróra var að segja mér rétt í þessu að bækurnar heita Death node. Afar kristilegt :-)

Óskar - 14/04/08 20:15 #

Ég sting alltaf uppá Biblíu í fermingargjöf þegar við fáum slík boð... aldrei tekið undir það og ég vinsamlegast beðinn um að skipta mér ekkert af þessum gjafamálum. Man reyndar ekki eftir að hafa séð biblíu í gjafahrúgunni hjá krökkunum.... er kannski ekki til neins enda eru þau flest að þessu í fjárhagslegum tilgangi eða fyrir foreldra, ömmur og afa. Og já... ég er búinn að ferma 3 stikki... og öll eru þau trúlaus.