Örvitinn

Varnarúði

Í sunnudagsmogganum er síða með auðlesnu efni (bls. 56) fyrir þá sem ekki eiga auðvelt með lestur. Ég hef stundum verið að spá í að fá Kollu til að æfa sig við lesturinn á þeirri síðu.

Í dag er að sjálfsögðu fjallað um atvikið á miðvikudag þar sem slóst í brýnu milli lögreglu og mótmælenda á Suðurlandsvegi. Ég hjó eftir því að þar er talað um varnarúða.

Lög-reglan þurfti að beita varnar-úða en áður höfðu bíl-stjórarnir hunsað ítrekuð fyrir-mæli lög-reglu um að færa bílana úr stað.

Hefur hugtakið varnarúði verið notað í fréttum af þessum atburðum? Af þeim myndum sem ég sá var úðinn ekki notaður í varnarskyni, en ég sá svosem ekki allt. Voru þeir þá líka með sérstakar varnarkylfur, sem eru töluvert lengri en þær kylfur sem lögreglumenn ganga með venjulega? Svo þeir gætu varið sig fastar og af lengra færi. Nei, einu varnartólin voru skjöldurinn og hjálmurinn.

Orwell snýr sér við í gröfinni.

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 27/04/08 17:15 #

Það ætti einhver að kenna Jónasi að búa til hlekki á blogg sem veita honum innblástur.

Matti - 27/04/08 20:30 #

lol, þetta er ansi magnað. Þar sem ég kann ekki að vísa á stakar færslur á bloggsíðu Jónasar ætla ég að afrita færsluna hingað. Hún er skrifað fimm tímum eftir að mín fór í loftið.

Varnarúði - ástarúði
Piparúðinn heitir varnarúði í Morgunblaðinu. Hví ekki kalla hann ástarúða? Væri í samræmi við söguna 1984 eftir George Orwell. Þar hafði stjórnin búið til tungumál, Newspeak, þar sem svart var hvítt. Innanríkisráðuneytið hét ástarráðuneyti og stríðsráðuneytið hét friðarráðuneyti. Stríðsráðuneyti Vesturlanda heita varnarmálaráðuneyti. Þaðan er orðið varnarúði. Jóhannes Nordal hóf Newspeak á Íslandi. Hann fann upp orðið gengisbreyting yfir gengislækkun. Alltaf er verið að ljúga að ykkur. Mér sýndust löggurnar með úðann ekki vera í neinni vörn. Fremur virtust þær vera að fá fullnægingu.

Ég ætti að vera hreykinn af því að veita Jónasi innblástur - en er það ekki :-| Það þyrfti einhver að kenna karlinum á internetið.

Óli Gneisti - 28/04/08 08:18 #

Sko, maður þarf þarf að grafa eftir þessu með því finna nýlega færslu sem er á sérsíðu og síðan vinna sig áfram að nýjustu færslunni með reikningi eða dundi. Hérna er þetta.