Örvitinn

Sturlaðir mogglingar

Eitt það versta við Moggabloggið er hve margir mogglingar eru sturlaðir.

Sturlaðir bloggarar hafa fylgt blogginu frá upphafi enda er einfalt að stofna bloggsíðu og byrja að tjá sig og sturlaðir bloggarar tjá sig á öðrum síðum en Moggabloggi. Eflaust þykir mörgum ég vera hálf sturlaður.

Moggabloggið hefur fært klikkhausum meiri athygli en dæmi eru um hér á landi, skyndilega eru snarbilaðir mogglingar komnir á forsíðu mest lesnu bloggsíðu landsins og fá stundum þúsund innlit á dag.

Þetta drífur geðsjúklingana áfram. Engu máli virðist skipta hvaða samhengislausa órökrétta rugl þeir skrifa, alltaf koma álíka klikkaðir einstaklingar í heimsókn og hvetja þá áfram. "Takk fyrir þennan góða pistil" segir einhver gesturinn eftir að sturlaður bloggari missir sig í vitleysu og étur eigin andlega saur. "Ég skal biðja fyrir þér" segir næsti kommentari og meinar það sem hrós. Svo er einfalt mál að loka á gagnrýnendur, útiloka óþægilegu raddirnar svo þær trufli ekki raddirnar í hausnum.

Ég hef fylgst með versnandi geðheilsu eins mogglings frá því hann byrjaði á Moggabloggi enda hafði ég ekki komist hjá því að lesa sumar ræpur hans áður en hann fór á Moggabloggið. Ég fullyrði að sturlun hans hefur snaraukist.

Ég hvet fagfólk í þessum geira til að stúdera ástandið.

dylgjublogg
Athugasemdir

Kalli - 05/05/08 15:06 #

Takk fyrir þennan góða pistil, Matti :)

Vertu alveg rólegur því ég fer ekki að biðja fyrir þér ;)

Arngrímur, þetta er heilber snilld. Stendur þú fyrir þessu?

Kalli - 06/05/08 10:10 #

Þótt "mogglingur" sé ágætt orð finnst mér þetta tilfelli sem hrópar á endinguna -tard.

Lalli - 06/05/08 17:09 #

Þetta flog-blogg er það fyndnasta sem ég hef séð í dag. Ég táraðist af hlátri við að lesa það og viðbrögðin. :D