Örvitinn

Til hamingju stuðningsmenn United

Þó ég hafi frekar vonast til að Chelsea myndi vinna verð ég að óska stuðningsmönnum United til hamingju með sigurinn. Það hefði verið fyndið ef Ronaldo hefði klúðrað leiknum en það var næstum jafn fyndið að Terry skyldi tapa leiknum.

United hefðu getað afgreitt þennan leik í fyrri hálfleik en voru hugsanlega dálítið heppnir í þeim seinni og framlengingu.

Tvöfaldur sigur er ekki slæmur árangur og nokkuð ljóst að United var sterkasta liðið í Englandi og Evrópu á síðasta ári. Aftur á móti tel ég ýkjur að þetta lið spili alltaf frábæran fótbolta eins og sumir stuðningsmenn þess virðast halda.

Þetta var nokkuð góður leikur á köflum, en samt ekki sá snilldar leikur sem einhverjir vilja meina. Spennandi og ágæt sóknartilþrif en líka frekar grófur og leikmönnum var ansi heitt í hamsi. Ekki skil ég af hverju Makalele fékk gult spjald fyrir að láta Scholes brjóta á sér!

Ég vona að stuðningsmenn Manchester United njóti sigurvímunnar.

boltinn
Athugasemdir

Einar - 22/05/08 11:39 #

Danke, Danke
Þetta var góður leikur á köflum með all nokkrum skæðum og snörpum sóknum á báða bóga.
Dómgæslan var United mönnum meira í vil og var það miður. Litaðist leikurinn soldið af þeim sökum því stundum gekk leikurinn ekkert vegna flautunnar. Ranglega dæmd brot fóru einnig í menn og það hafði áhrif á aðkomu manna á spilamennskuna.
Einnig er alltaf djöfullegt að þurfa að útkljá svona leik með vítaspyrnu en það er víst ekki hægt að halda endalaust áfram og það sýndi sig í gær því þegar komið er fram í framlengingu þá er ekki verið að spila mikinn bolta vegna þess hve menn eru orðnir útkeyrðir.
Þetta var samt djöfull spennandi og rosaleg dramatík.