Örvitinn

Hægrisinnaðir trúleysingjar

Ég náði merkum áfanga í gær þegar ég var dissaður á hinu háa Alþingi. Að sjálfsögðu ekki beint en Bjarni Harðarson hraunaði hressilega yfir mig og aðra trúleysingja sem gagnrýna trúarbrögð upphátt. Skilaboðin eru einföld, við eigum að halda kjafti. Ég nenni ekki einu sinni að minnast á ummæli Guðna Ágústssonar og Árna Johnsen. Það var eitthvað verulega öfugsnúið við að horfa á Árna Johnsen prédika um kristilegt siðgæði með Biblíu í hendi á Alþingi.

Furðulega margir virðast halda að allir trúleysingjar séu kommar og/eða hippar. Í dag skrifar hægrisinnaður vantrúarsinni opið bréf til Sigurðar Kára Kristjánssonar.

Geta hægrimenn ekki örugglega komið sér saman um að trúarlegt uppeldi eigi að vera hlutverk fjölskyldu og trúfélaga en ekki hins opinbera?

efahyggja pólitík vísanir
Athugasemdir

Arnold Björnsson - 23/05/08 11:13 #

Gallin við þessa ungu sjálfstðæismenn er að þeir hafa allir snúð frá þeim hugsjónum sem þeir héldu á lofti þegar þeir störfuðu inna SUS. Á þeim árum sem Sigurður Kári, Guðlaugur Þór, Birgir Ármanns og fl. störfuðu innan SUS þá var maður vongóður um að þessir menn gerðu eitthvað af viti þegar þeir færu á þing. Þeir hafa hins vegar allir breyst í hefðbundna sjálstæðismenn sem stunda hagsmunavörslu en ekki baráttu fyrir þeim hugsjónum sem þeir einu sinni héldu á lofti. Ég er búinn að gefast upp á þessum flokki. Spurning hvað ég kýs næst.

María - 23/05/08 13:04 #

Ætli upptökurnar verði ekki birtar á heimasíðu Alþingis?

Matti - 23/05/08 13:20 #

Jú, heimasíða Alþingis er til fyrirmyndar, allir fundir eru sendir út beint á netinu og upptökur eru aðgengilegar strax að loknum þingfundi. Umræður í gær um grunnskólalögin eru hér - þessar tilteknu umræður á hófust kl. 19:44.

Ég mæli með ræðu Steingríms J. Sigfússonar (vídeó). Takið eftir framíköllum úr sal.

Hér er ræða Bjarna Harðarsonar, þar sem hann drullar yfir Vantrú (án þess að nefna okkur á nafn).

Árni Johnsen með Biblíuna á lofti.

Guðni Ágústsson um kristilegt siðgæði fyrr um daginn (hann missir þetta út úr sér kl. 15:48)

Jón Magnús - 23/05/08 13:38 #

Ég verð bara að hrósa Steingrími fyrir þessa umsögn um þessi lög. Maðurinn talar af skynsemi.

Arnold Björnsson - 23/05/08 13:43 #

Guðni kallar ítrekað fram í ræðu Steingríms þegar hann ræðir það að trúleysingjar og efahyggjufólk eigi rétt. Mig langar að nota sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á formanni framsóknarflokksins en læt það eiga sig.

Sindri Guðjónsson - 23/05/08 15:22 #

Ótrúlega klénn samanburður hjá Bjarna við Bandaríkin og aðskilnað ríkis og kirkju. Afhverju ber hann ekki ástandið saman við t.d. Frakkland eða Svíþjóð?

Matti - 23/05/08 15:25 #

Vegna þess að hann veit ekki betur. Þetta er klisja sem hann hefur fengið frá einhverjum trúmönnum, væntanlega ríkiskirkjufólki.

María - 23/05/08 17:19 #

Takk fyrir tenglana, Matthías.

Kristján Hrannar Pálsson - 26/05/08 21:49 #

Það er eiginlega hálf óhuggulegt að sjá Árna Johnsen með Biblíuna á lofti í ræðupúltinu.

Ingólfur Harri - 02/06/08 04:09 #

Síðast þegar ég sá þingmann með biblíuna í ræðustól var þegar færeyska þingað samþykkti að að banna ofsóknir gegn samkynhneigðum, en þá var biblían einmitt notuð sem rök gegn þeim lögum.

Annars ætti Árni Johnsen að lesa biblíuna sína betur, og þá sérstaklega sjöunda boðorðið.

Varðandi Bjarna að þá var hann eini þingmaður Framsóknarflokksins sem ég hefði getað hugsað mér að kjósa. Hann ræðst þarna ómaklega að trúleysingjum og ég hreinlega skil ekki hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé vanvirðing við kristnina og þá sem eru kristnir að nefna hana ekki sérstaklega á nafn í grunnskólalögum. Kristin arfleifð íslenskrar menningar mun að sjálfsögðu vera kennd í grunnskólunum alveg eins og önnur arfleifð íslenskrar menningar.

Það hefur enginn beðið um að allt sem tengist kristni sé þurkað út úr sögu okkar eða menningar.

Matti - 02/06/08 10:30 #

Það hefur enginn beðið um að allt sem tengist kristni sé þurkað út úr sögu okkar eða menningar.

Þetta er sá leikþáttur sem ríkiskirkjan og hennar fólk (þ.m.t. Bjarni Harðarson) hafi kosið að setja á svið. Raunverulegur málstaður þeirra er það vondur.