Örvitinn

Breytingartillaga felld

Breytingartillaga við frv. til l. um grunnskóla frá Steingrími J. Sigfússyni, Árna Þór Sigurðssyni og Álheiði Ingadóttur

Við 1. mgr. 29. gr. bætist þrír nýir málsliðir, er verði 4.–6. málsl., svohljóðandi: Í námskrá og starfi grunnskóla skal enn fremur tekið mið af aukinni fjölbreytni hvað varðar menningarlegan og trúarlegan bakgrunn nemenda. Hvers kyns trúarleg innræting er óheimil. Fræðsla um trúarlega arfleifð íslenskrar menningar og um mismunandi trúarbrögð skal virða rétt manna til trúfrelsis og trúleysis, með það að markmiði að auka þekkingu, umburðarlyndi, skilning og virðingu milli ólíkra trúar- og menningarheima.#

Að sjálfsögðu var þessi tillaga felld og lögin samþykkt með kristinni arfleifð. Breytingartillaga Kolbrúnar Halldórs um að setja mannréttindi inn sem grunn skólastarfs var einnig felld.

Lesið þessa breytingartillögu tvisvar og finnið einhverja ástæðu til að samþykkja hana ekki. Reynið svo að finna fyrir mig eina góða ástæðu til að segja í lögum um grunnskóla að skólastarf skuli byggja á kristinni arfleifð íslenskrar menningar. N.b. þetta fjallar ekki um kristinfræðikennslu, þetta fjallar um skólastarf.

Það er algjörlega ljóst að flestir alþingismenn voru í þessu máli að vinna fyrir ríkiskirkjuna og önnur kristin trúfélög en ekki almenning.

pólitík
Athugasemdir

Arnold Björnsson - 30/05/08 09:48 #

Sorgardagur í sögu þjóðarinnar. Mannréttindum hafnað í þágu ríkistrúfélagsins.

Nonni - 30/05/08 10:25 #

Það er pínu von að stjórnarflokkarnir leggi fram svipaða tillögu, þegar tilhlýðilegur tími er liðinn.

Er það ekki þannig sem kaupin á eyrinni ganga fyrir sig?

Er hægt að sjá hvernig atkvæði féllu í þessu máli e-s staðar á althingi.is? Ég sá það ekki í fljótu bragði.

Nonni - 30/05/08 10:35 #

Takk. Það væri verðugt verkefni fyrir vantrú að setja upp svona "public whip" fyrir kosningar er varða trúfrelsi.