Örvitinn

Bannaður hjá enn einum moggling

Einar Einarsson, sem segist vera frjálslyndu skagamaður, bloggaði um skítkast á blogginu. Ég gerði athugasemd sem innihélt ekkert skítkast. Ég spurði hvort ekki væri rétt að hann hefði verið í því að eyða út færslum og athugasemdum í kringum umræðu um Svarthöfðagjörninginn.

Viti menn, athugasemd mín er horfin og búið að loka fyrir athugasemdir frá mér. Einar er kominn í flokk með Jón Vali Jenssyni og séra Svavar Alfreð. Enginn af þessum ritskoðurum getur vísað á athugasemdir frá mér sem innihalda skítkast eða ómálefnalegheit til að rökstyðja bannið. Þeir loka á mig vegna þess að þeir eru gungur.

Þessi sami Einar gerði athugasemd í umræðu hjá enn einum snillingnum á moggabloggi, en það gáfumenni var að velta fyrir sér meðalaldri meðlima Vantrúar. Einar jós úr viskubrunni sínum:

13-15 ára, giska ég. Fullorðið fólk tekur varla upp á svona löguðu.

Kveðja

Einar Einarsson, 11.6.2008 kl. 13:51

Enginn fær að gerast meðlimur í Vantrú nema vera orðinn a.m.k. sextán ára. "Fullorðið fólk tekur varla upp á svona löguðu". Væri ekki nær að verða fullorðinn fyrst áður maður fer að tjá sig um hvað fullorðið gerir og gerir ekki?

Mikið óskaplega eru margir bjánar á moggablogginu.

vefmál
Athugasemdir

Magnús Helgason - 14/06/08 16:57 #

Gæti ekki verið að hann sé að meina að það sé ykkar þroski eins og er hjá unglingum 13 - 15 ára því jú það sem þið eruð að gera og ykkur finnst mjög fyndið er svipað og börn gera en ekki fólk sem heilbrygða skynsemi eða þroska.Svo finnst mér að þú eigri ekki að kalla aðra bjána halló horfa í spegil:)

Matti - 14/06/08 17:01 #

lol, ekki skánar það :-)

Matti - 14/06/08 17:16 #

Í athugasemd segir Einar:

Það er mjög leiðinlegt, og í raun skrítið að þurfa að banna einhvern á síðu sinni vegna þess að viðkomandi getur ekki verið málefnalegur og er með skítkast.

En Einar bannar fólk ekki vegna þess að það er með skítkast, enda ekkert slíkt í minni athugasemd. Hann fjarlægði athugasemd mína, sem er sú eina sem ég hef gert hjá honum, vegna þess að honum fannst hún óþægileg. Hann lokaði á mig vegna þess að hann er rola.

Maynard - 14/06/08 18:47 #

Ég hef einmitt lent í svipuðu hjá honum Einari. Það vildi einmitt svo til að um leið og umræðan var orðin óþægileg fyrir hann lokaði hann ekki bara á athugasemdir heldur fjarlægði alla færsluna í heild sinni.

Þess má til gamans geta að hann dró þroska og aldur minn í efa (virðist vera hans "thing"), ásamt því að saka mig um að aðhyllast einhvers konar samsæriskenningar af því ég hélt því fram að lögreglan ætti að fara að lögum...

Kalli - 14/06/08 19:16 #

Mér finnst að foringinn ætti að banna Vantrúarseggjum að moggablogga. Þá gæti ég sagt af nokkru öryggi að það væru bara hálfvitar á moggablogginu.

Ég verð að reyna að láta banna mig fyrir „skítkast“ einhvern tímann. Finnst þetta vera blettur á nafnorði mínu að hafa aldrei afrekað það :)

Elías - 14/06/08 21:37 #

Já, það má ekki afsanna ranghugmyndir þeirra, þá gráta þeir í kór "skítkast, skítkast".

Kalli - 14/06/08 22:04 #

Ég las þennan pistil hans Einars og gat alls ekki heimfært reynslu hans á það sem ég þekki til bloggs. Það sem hann lýsti minnti miklu meira á Huga.

Mín ályktun hlýtur því að vera að allt þetta skítkast sé ekki dæmigert fyrir blogg almennt heldur aðeins moggabloggið sérstaklega.

Eva - 15/06/08 13:05 #

Mér finnst reyndar alveg með ólíkindum hvað er algengt að þeir sem kenna sig við frjálslyndi kjósi að kall öll mótrök við því sem þeir segja, hversu málefnaleg sem þau eru, skítkast, bull eða eitthvað álíka.

Það er auðvitað ekki hægt að halda uppi rökræðum við þá sem halda að það séu góð rök að segja 'þú ert nú bara barnalegur, eða þetta er nú bara skítkast' án þess að skýra hvað í því felst eða svara því sem þeir afgreiða sem barnaskap eða skítkast. Langbest að láta svona bjánakeppi breiða einhliða boðskap sinn út á meðal annarra bjána. Hugsandi fólk sem slæðist inn á vefsíður af þessu tagi staldrar ekki lengi við þar hvort sem er.