Örvitinn

Viðskiptablaðið gerir í brækur

Viðskiptablaðið gerir í brækur í heilsíðuumfjöllun á blaðsíðu sex í dag. Þar er fjallað um búnað sem rafgreinir vatn og býr til vetni sem er nýtt til að auka eldsneytisnýtingu bifreiða.

Greinin er óskaplega vond. Hæpnar fullyrðingar studdar vitnisburðum og óskilgreindum frásögnum en ekki rannsóknum. Efasemdir vísindamanna eru afgreiddar með ódýrum hætti.

Fullyrðingar um eldsneytisnotkun eru auðrannsakanlegar. Ef einhver hefur þróað tækni sem gerir það að verkum að eldsneytisnotkun er minni er afar einfalt að prófa slíkt. Þetta eru ekki galdrar, ég myndi treysta mér til að setja upp slíka prófun og ég er örviti.

En nei, þetta er samsæri bílaframleiðenda og einhverra fleiri. Eflaust sömu aðilar og drápu seglana sem seldir voru um árið til að spara eldsneyti.

Það þarf engar flóknar útlistanir á því hvernig þetta á að virka, það er nóg að sýna fram á að þessi búnaður virki með einföldu prófi.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Kalli - 20/06/08 14:10 #

Á þessi búnaður að rafgreina vatnið í vetni og súrefni í bílnum? Á mannamáli heitir það nefnilega að brenna bensíni eða olíu til að búa til vetni.

Ég býð spenntur eftir því að menn sjái að allir orkuplástrarnir sem menn hafa hyllt sem bjargræði hins vestræna heims eru einmitt bara plástrar. Og sumir, eins og að breyta maís yfir í eldsneyti, gera illt verra.

Ég held að kjarnorka sé besta lausnin sem við höfum í dag. Svo þurfum við að finna orkugjafa sem getur í alvöru komið í staðinn fyrir olíu á bílana okkar. Rafmagn er ekkert sérstaklega hentugt og vetni jafnvel síður.

Ásgeir - 20/06/08 14:17 #

Af hverju er rafmagn ekki hentugt, Kalli?

Matti - 20/06/08 14:19 #

Er rafmagn ekki einmitt þrælhentugt í innanbæjarsnattið - og einhver hybrid lausn í utanbæjaraksturinn?

Jón Magnús - 20/06/08 14:34 #

Heyrði í manni í útvarpinu í gær (Speglinum að ég held) sem var að tala um að fínt væri að hafa rafmagnsbíl sem væri með u.þ.b. 80km rafmagns hleðslu fyrir innarbæjarsnattið en ef þú þarft að fara lengra þá væri etanól brent í orkusellu sem framleiðir rafmagn og þá þyrfti fólk ekki að hafa áhyggjur af því að verða rafmagnslaust.

Þessi bíl væri mjög hagkvæmur í rekstri og myndi henta vel hér á Íslandi þar sem rafmagn er ódýrt.

Síðan þarf bara að muna eftir því að setja hann í samband á hverjum degi. Þetta væri mjög fín lausn fyrir þær fjölskyldur sem eiga tvö bíla.

Ásgeir - 20/06/08 14:40 #

Stærsti kosturinn við rafmagn er að dreifikerfið er nú þegar til. Maður stingur bílnum bara í samband heima.

Jón Magnús - 20/06/08 15:04 #

Einmitt og það er lítil rýrnun á orkunni frá raforkuverinu í bílinn miðað við að þurfa nota raforku til að búa t.d. til etanól og brenna því síðan í brunnasellu eða í mótor.

Eini gallinn við rafmagnsbíla hefur verð hin mikla þyngd geymana en það er kostur ef bílinn getur verið tvinn-bíl með 80 km drægi á rafhlöðum en getur notað vetni/etanól/bensín/dísil til að redda afganginum.

Einar - 21/06/08 15:44 #

Aðal ókosturinn við hybrid bílana í dag er heildarframleiðsluferlið, þ.e. kostnaður og uhverfisþátturinn.
Þó svo að það er hagkvæmt fyrir notandann að keyra um á svona bíl þá er það framleiðslan og einnig urðun á rafgeymum sem gerir þennan bíl í rauninni mjög óumhverfisvænan. Það er þáttur sem alltaf þarf að taka inn í myndina þegar leitað er að framtíðar eldsneytislausnum.
Vetnisbílar gætu verið mjög hagkvæmur kostur ef búið væri að finna góða og ódýra lausn á framleiðslu og geymslu á vetni.

Kalli - 21/06/08 17:04 #

Rafmagn er fínt á bíla til dæmis á Íslandi en þú þarft, og afsakið mig fyrir buzzwordese, connected infrastructure til að dreyfa því :) Þú setur ekki rafmagn svo glatt á tankbíl (tjah, risa rafhlaða en ég held að það teljist varla hentugt) né seturðu það á brúsa.

Annars játa ég fúslega að ég þyrfti að kynna mér þessi mál betur. En það er aðalatriði að fólk haldi ekki að það sé að aka hreinum rafmagnsbíl þegar það stingur í samband við grid sem er knúið með kolum eða olíu.

Með hentugu eldsneyti er fuel cell tæknin mjög áhugaverð. En þetta er auðvitað allt drepleiðinlegt miðað við proper sprengihreyfla en jafnvel harður bíladellumaður verður að sætta sig við að partíið er ekki alveg jafn glatt í dag.

Erna Magnúsdóttir - 21/06/08 19:31 #

Langar bara að mæla enn og aftur með heimildarmyndinni "Who killed the electric car". Hún segir allt sem segja þarf um málið. Þetta var hægt fyrir löngu síðan. Olíubarónarnir í Texas drápu fóstrið í fæðingu...

Sindri Guðjónsson - 22/06/08 00:27 #

Hini ofur máttugu olíubarónar í Texas, og gyðingar, sem eru álíka voldugir og guð almáttugur (ef hann væri til og væri almáttugur), stjórna þessum heimi. Þeir geta allt.

Matti - 22/06/08 01:41 #

Af hverju hættu menn að framleiða rafmagnsbíla þrátt fyrir að eftirspurn væri eftir þeim? Af hverju eyðilögðu þeir þá bíla sem til voru á lager frekar en að selja þá?

Ég hef ekki hugmynd en mér þykir þetta afskaplega áhugavert.

Ég hef lengi verið á leiðinni að sjá þessa mynd.

Jón Magnús - 23/06/08 09:59 #

Það hlýtur að hafa verið hin mikla hugsjón að hver einasti Ameríkani ætti sinn eigin bíl. Það hlýtur einnig að hafa stjórnað því að bílaframleiðendurnir keyptu upp stóran hluta almenningssamgagna í BNA og eyðilögðu þær. Bilað lið.

Kalli - 23/06/08 12:01 #

Enn áhugaverðara í samhengi við það sem áður hefur verið sagt hér er að stærstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna eru nánast á hausnum.

Tryggvi Ólafsson - 03/08/09 00:43 #

Ég hef notað hybrit (Toyota prius)bíl í þrjú ár og sparað mér mykil eldsneytis kaup því hann eiðir um það bil 40% minna bensini en sambærilegur bíll sem ekki er með hybrit kerfi. Bílinn er orðin 8 ára gamall og rafgeymasettið er í góðu lagi en.Það er algjör misskilingur að eyðing rafgeymanna sé mykið vandamál því það er ekki stæra en rafgeymar í stórum vörubíl eða batterí í verkfærum á meðal trésmíaverkstæði og enginn talar um að þar séu vandamál á ferðinni´ Ég hef horft á myndina Who killed the elictrical car og þar hefur Erna Magnúsdóttir rétt fyrir sér.