Örvitinn

George Carlin dauður

George Carlin er látinn. Þá er við hæfi að rifja upp fleyg orð hans um magnaðasta kjaftæðið.

Ég verð bara að segja það hreint út. Þegar kjaftæði er annarsvegar, pípandi, kolruglað kjaftæði, þá verðum við hreinlega að taka ofan fyrir fyrir ævarandi heimsmeisturum falskra loforða og ýktra fullyrðinga, trúarbrögðunum. Þau eiga sér engan keppinaut. Ekki nokkurn. Trúarbrögðin. Þau eiga sér þá almögnuðustu lygasögu sem nokkurntíma hefur verið sögð. (lesið framhaldið hér)

Ég treysti því að Stefán Friðrik skrifi ítarlegri minningarpistil. Annars er hægt að lesa minningargrein New York Times.

(sá fréttina á reddit)

09:20 - Kristján Atli benti á þetta rétt á undan mér.

vísanir
Athugasemdir

Borkur - 23/06/08 10:02 #

Jamm, mér brá smá við að lesa þetta í morgun. Mikill missir af þessum snillingi. Ég ætlaði að fara að sjá hann í Las Vegas í haust ...

Skál fyrir George!