Örvitinn

Nikon D700

Úff, nú verð ég hamslaus af græjulosta. Nikon D700 er að koma á markað. Þetta er myndavélin sem mig langar í. D3 skynjarinn í D300 body.

Það hefur verið sterkur orðrómur um þessa vél undanfarið þannig að það kemur ekkert á óvart - en fjandakornið, þetta er bara of falleg vél.

Ef ég myndi uppfæra Þegar ég uppfæri þarf ég að skipta út D200 vélinni og þremur dx linsum, 17-55 2.8, Sigma 10-20 og Sigma 30 1.4. Ég á tvær full frame linsur, 50mm 1.8 og 80-200 2.8. Nýju 14-24 2.8 og 27-70 2.8 Nikon linsurnar væru draumalinsur í staðin en þær kosta sitt.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

SG - 01/07/08 11:10 #

Spurning um grát eða gleði. Maður er svo nýlega búinn að fá sér D300! :p

Matti - 01/07/08 11:26 #

Það er nú málið með græjulostann, það er aldrei rétti tíminn til að kaupa græjur - það kemur alltaf eitthvað nýrra og betra á markað skömmu síðar :-)

Sigurjón - 01/07/08 15:51 #

Besta ráðið við græjulosta er að kaupa bara það besta sem er í boði, í ykkar tilfelli (Nikon-manna) er það D3, málið dautt ;)

Matti - 01/07/08 16:48 #

Já, úff. Það er ekki alveg ókeypis :-)

Arnold Björnsson - 04/07/08 07:29 #

D700 er í raun D3 í ódýrara boddíi. Reyndar ekki eins hröð en hún kostar líka helmingi minna. Aðal atriðið er að þessi magnaða flaga sem er í D3 er í D700. D700 er algjör winner held ég. Ég veit um einn D3 eiganda sem er smá svektur núna og ekki bætir úr skák að hann keypti líka D300 fyrir mánuði síðan :(