Örvitinn

Árbæjarsafn

Við gerðumst túristar í dag og skelltum okkur í Árbæjarsafn. Vorum ekkert mjög snemma á ferðinni og gátum því ekki skoðað allt - verðum að kíkja aftur bráðlega. Safnið mætti alveg vera opið til sex eða sjö á góðviðrisdögum, en fólk þarf víst að komast heim úr vinnunni.

Ég held ég hafi síðast farið í safnið með grunnskóla, en man það þó ekki.

Það er fullt af áhugaverðum sýningum þarna, mér finnst forvitnilegast að sjá alþýðuheimili frá fyrri hluta síðustu aldar en stelpurnar höfðu mest gaman að dótinu og ÍR húsinu að sjálfsögðu.

dagbók
Athugasemdir

Kristín í París - 17/07/08 18:05 #

Langflest söfnin hér eru með opið frameftir á kvöldin einu sinni og jafnvel tvisvar í viku. Mjög sniðugt.