Örvitinn

Lífið í Bagdad

Horfið á þetta.

Lesið þessa grein.

(via digg)

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 04/08/08 14:36 #

Og hvor umfjöllunin er sannari? Ég trúi síður greininni en hreyfimyndinni. En hvað veit ég svo sem. Írakasstríðið er skandall sama hvernig á það er litið.

Matti - 04/08/08 14:53 #

Ég veit það ekki. Vídeóið sýnir mjög vel að ein ástæða þess að ofbeldi hefur minnkað í Bagdad er einfaldlega sú að búið er að skipta borginni í ótal hluta með veggjum - fólk er í raun lokað inni í hálfgerðu fangelsi. Mér finnst það ekki sérlega góð lausn og a.m.k. er ljóst að hún dugar ekki til frambúðar.

Greinin vekur með mér von um að fólk sé einfaldlega að fá nóg af þessari kjánalegu skiptingu eftir trúarbrögðum. Við erum að tala um einstaklinga sem hafa búið saman í áratugi, vissulega undir kúgun, en samt hefur þetta fólk umgengist hvort annað í gegnum tíðina. Við höfum svipuð dæmi frá Júgóslavíu, þar sem nágrannar eiga allt í einu í trúarbragðadeilu.

Já, þetta er stór skandall. Ég féll fyrir áróðrinum á sínum tíma. Nú þarf maður að passa sig á að láta ekki blekkjast aftur.