Örvitinn

Síðasti frídagurinn

Ég fer aftur í vinnu á morgun eftir fjögurra vikna sumarfrí. Ég verð að segja alveg eins og er. Ég er ekki tilbúinn, þyrfti að fá eins og fjórar vikur í viðbót í frí.

Yfirleitt hefur mér þótt þessar þrjár-fjórar vikur sem ég hef tekið í sumarfrí duga, hef mætt endurhlaðinn í vinnu, tilbúinn að takast á við ný og gömul verkefni. Nú kvíði ég bara fyrir, nenni þessu ekki. Þetta sumarfrí fór helst til illa af stað og ég er ekki enn sáttur við það.

Jæja, við sjáum hvað setur. Ég fæ a.m.k. tækifæri til að endurheima Trackwellmeistaratitilinn í pílu.

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 04/08/08 22:51 #

Ég gekk í gegnum þetta fyrir stuttu síðan. Alveg voðalegt kerfi, maður ætti að vera með hálfan vinnudag fyrstu vikuna eða eitthvað.

Matti - 04/08/08 23:30 #

Ég er þó heppinn að fyrsta vikan mín er bara fjórir dagar. Svo fer ég líka í fótbolta í hádeginu fyrstu tvo dagana. Þannig að ég á bara að hætta að vorkenna sjálfum mér :-)