Örvitinn

Stríðið í Georgíu

Að fenginni reynslu tek ég öllum fréttum af þessu stríði með miklum fyrirvara. Áróður er stór hluti af nútíma stríði og því er erfitt að vita hverju maður á að treysta.

Svo virðist sem Georgíumenn hafi framið ódæðisverk með sprengjuárásum á óbreytta borgara í Suður-Ossetíu. Sumir vestrænir fjölmiðlar gera Rússana að árásaraðilum, aðrir sýna þá í svipuðu ljósi og Nató í Júgóslavíu - mætta til að stöðva fjöldamorð. Ég get ekki séð að "við" (Ísland, Evrópa, Nató,...) séum í liði með nokkrum í þessum átökum.

Ég vona bara að þetta standi ekki lengi og les fréttir með fyrirvara. Umræður á digg og reddit eru ágætar því í athugasemdum koma yfirleitt vísanir á ólíkar umfjallanir.

pólitík
Athugasemdir

Stebbi - 11/08/08 16:53 #

Þar sem þú segir áróður vera stóran hluta af nútíma stríði er kannski rétt að benda á að þetta er langt frá því að vera nýlegt fyrirbæri.

Ég veit ekki betur en að það hafi verið forn-Grikkir sem fundu upp orðatiltækið "fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn".

Matti - 11/08/08 16:58 #

Það er rétt hjá þér en miðlun upplýsinga hefur væntanlega aldrei verið meiri en hún er í dag.

Þessi frétt Pravda sem digg vísar á er ágætt dæmi um áróður, Hitler og Ísrael nefnd til sögunnar. Eflaust til sambærileg dæmi frá hinni hliðinni.