Örvitinn

Meðvitundarlaus í umferðinni

Ég rankaði við mér á Miklubraut á leið í vinnu. Bíddu við, ég ætlaði ekki beint í vinnuna. Hafði mælt mér mót við ljósleiðaramenn sem ætluðu að draga rör fyrir ljósleiðara inn í hús. Þegar ég fór út að skutla stelpunum í skólann sagði ég ljósleiðaramönnum að ég yrði kominn aftur eftir tíu mínútur. Mínúturnar urðu rúmlega þrjátíu.

Er ég fór frá Ölduselsskóla var ég alveg með það á hreinu að ég væri að fara heim, örskömmu síðar beygði ég í vitlausa átt.

Á bakaleiðinni ók ég fram á árekstur við Sprengisand. Nokkrir sjúkrabílar á svæðinu og umferðin á móti í hnút.

dagbók
Athugasemdir

Kristín í París - 05/09/08 09:48 #

Ég geri svona líka, ferlega óhugnaleg tilfinning að muna ekki eftir ferðinni.

hildigunnur - 05/09/08 13:36 #

Þetta er víst samt ekkert hættulegt, maður er í einhvers konar semidáleiðslu og hrekkur út úr henni um leið og eitthvað óvænt gerist.

Við köllum það að vera með sjálfstýringuna á, hér heima.