Örvitinn

Bænastundir

Má ekki stundum taka tillits til þess að til er fólk sem ekki er kristið?

Athugasemdir

Magnús - 09/09/08 14:25 #

Ég myndi fagna því. Hvað ertu annars að tala um?

Matti - 09/09/08 14:32 #

Ég er að vísa til þess þegar auglýstar eru bænastundir vegna áfalla sem dynja yfir einhver sveitarfélög eða svæði. Eins og það sé sjálfgefið að allir sem þurfa á öðrum að halda sé sömu trúar eða trúaðir.

Skrifaði pistil af sama tilefni fyrir fjórum árum. Hann vakti ekki lukku hjá öllum.

Einn prestur sem gerði athugasemd þá virðist þó eitthvað hafa lært af umræðunni því hann auglýsir kyrrðarstundir þegar tilefni gefst til. Mér finnst það betra.

Birgir Baldursson - 09/09/08 15:24 #

Já, kyrrðarstundir sjást nú auglýstar í auknum mæli. En:

Dagskrá kyrrðarstundarinnar verður á þessa leið:

Marteinn Friðriksson, organisti leikur tónlist

Katrín Andrésdóttir segir frá reynslu sinni

Sr. Birgir Ásgeirsson flytur hugleiðingu og bæn

Þarna er semsagt enn um trúarlega athöfn að ræða og einhver bæn góluð yfir hausamótunum á viðstöddum. Á þetta ekki að vera kyrrðarstund? Er ekki nóg að spila bara dempaða orgelmúsík, svo allir geti tekið þátt?

Matti - 09/09/08 15:38 #

Jamm, skárra en hitt en samt ekki nógu gott.

hildigunnur - 09/09/08 18:10 #

jánei, vér trúleysingjar erum náttúrlega vont fólk og hlakkar í okkur yfir óförum og hamförum, við þurfum allavega ekkert á huggun að halda...

Gísli Davíð - 10/09/08 09:49 #

Ég sé ekki hvað er að því að þjóðkirkjan auglýsi bænastundir, þetta er hluti af því að vera kristinn að biðja og er það þá e-ð rangt að halda bænastundir þegar það á við?

Enginn að skylda þá sem ekki vilja mæta til að gera það og ekkert sem stoppar ykkur til að halda ykkar eigin kyrðarstundir þar sem spiluð er væg orgel tónlist (eða þá tónlist sem fólk vill fá) og engar bænir heldur einungis íhugun og kyrð

Matti - 10/09/08 09:52 #

Lestu þennan pistil og athugasemdirnar. Ég nenni ekki að endurtaka þá umræðu.