Örvitinn

Trúarbrögð dagsins

Í allri umræðunni um yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac kemur berlega í ljós að félagshyggja er trúarbrögð. #

Þetta segja vefþjóðviljamenn eins og trúarbrögð séu neikvætt fyrirbæri. Samt eru þeir ákafir (herskáir, öfgafullir?) stuðningsmenn ákveðinna trúarbragða sem vill svo til að hafa markaðsráðandi stöðu hér á landi og njóta auk þess ríkisstyrkja. Já, þessi trúarbrögð.

pólitík
Athugasemdir

Sævar Helgi - 09/09/08 15:06 #

Les einhver og tekur mark á því sem Vefþjóðviljinn segir? Held ekki.

Matti - 09/09/08 15:10 #

Ekki vanmeta frjálshyggjumenn, þeir eru fjölmargir og sumir þeirra lesa Vefþjóðviljann. Ég gæti alveg trúað einhverjum þeirra til að taka líka mark á því sem þar stendur, t.d. verndara frelsisins.

Óli Gneisti - 09/09/08 15:15 #

Kannski eiga þeir við að félagshyggjumenn ættu að sækja um stöðu trúfélags og fá aðstoð ríkisins við að innheimta félagsgjöld.