Örvitinn

Ferðatölvuskjár í rugli

Skjárinn á ferðatölvunni minni er að "drepast". Vissir litatónar valda því að línur flökta um allan skjá.

Þegar skjárinn klikkar endalega fer tölvan í ruslið. Svosem ekki hægt að gera ráð fyrir meira en fjögurra ára endingu á einhverju no-name drasli (Mitac).

Ég er að spá í að kaupa svo bara eina af þessum litlu ódýru linux vélum í staðinn til að rápa um vefinn og fyrir aðra létta vinnslu. Uppfæri svo tölvuna niðri í sjónvarpsherbergi og sinni myndvinnslu og annarri þungri tölvuvinnslu þar.

tölvuvesen
Athugasemdir

Teitur Atlason - 15/09/08 08:37 #

KAUPTU ÞÉR DELL!.

Langbestu tölvurnar og ekki að ástæðulausu að eigendur tölva af þessari sort kaupa hana aftur og aftur.

Talaðu við hann Trausta hjá EJS. Hann er afar geðfeldur.

Freyr - 15/09/08 08:57 #

Er ég ömurlegur ef ég sting upp á MacBook Pro (maður á að hættu að verða fyrir fordómum með því að renna Apple hýru auga)?

Ég er viðbjóðslega ánægður með mitt eintak og nota hana líka til að keyra Windows (fyrir tölvuleiki) og Fedora (fyrir server vinnu).

Matti - 15/09/08 09:01 #

Eins og ég sagði, þá ætla ég að kaupa eina af þessum litlu ódýru linux ferðatölvum sem nú eru komnar á markað.

T.d. Eee PC eða eitthvað álíka.

En við sjáum hvað setur, vélin mín (eða skjárinn réttara sagt) á einhverja daga eftir.

Borðtölvuna í sjónvarpsherberginu mun ég setja saman sjálfur, hugsanlega kaupi ég nýtt móðurborð og gjörva í þá vél.

Matti - 16/09/08 10:39 #

Skjárinn á ferðatölvunni virðist vera í góðu lagi eins og er, öllum plönum um uppfærslu er því frestað í bili!