Örvitinn

Fyrirsjáanlegt Morgunblað

Morgunblaðið er áróðurssnepill fyrir ríkiskirkjuna.

Í dag birta þeir að sjálfsögðu hlut úr bloggfærslu Höllu sem ég vísaði á í gær. Þeir nota öll tækifæri til að birta úr samhengi eitthvað sem þeir telja jákvætt fyrir kirkjuna og ömurlegan málstað hennar. Lesendur blaðsins sjá ekki þá heillöngu umræðu sem orðið hefur við færslu hennar.

Miðborgarprestur birtir í sama blaði verstu rök sem ég hef séð gegn nektardansi.

10:05
Ég er satt að segja búinn að missa töluna á því hve mörg moggablogg hafa ratað í blaðið eingöngu vegna þess að þar eru trúleysingjar gagnrýndir og lítið gert úr baráttunni fyrir trúfrelsi. Þetta er svo algengt að ég þori að segja að það sé ritstjórnarstefna Morgunblaðsins að berjast fyrir trúboði í leik- og grunnskólum.

fjölmiðlar