Örvitinn

Klikkaða ofsatrúfólkið

Jónas skrifar um klikkað ofsakristið fólk. Ég held það sé óþarfi að hræðast það, flest eru þau meinlaus. Vissulega frekar fordómafull út í þá sem eru öðruvísi - en meinlaus.

Því er ekki að neita að klikkað fólk getur leitað skjóls hjá kristnum söfnuðum. Þar er alið á bilun þeirra og kynnt undir verstu hugaróra. Fólk sem telur sig sjá djöfla í hverju horni hefur varla gott af því að umgangast hópa fólks sem tekur undir slíkt rugl.

Ég held að þeir sem eru tæpir á geði lendi ekki í verri félagsskap en samfélagi öfgatrúaðra.

(Ég er náttúrulega hvorki sálfræðingur né geðlæknir en ég hef séð þá í bíómyndum!)

kristni
Athugasemdir

Teitur Atlason - 22/09/08 17:25 #

Það ógeðslega við þetta dæmi er að ofsakristnir sitja um geðveikt fólk eins og gammar. Hafa af því fé og misnota á allan mögulegan hátt.

Við-bjóður.

Gísli Freyr - 22/09/08 21:14 #

Jæja, Matti - er ekki dáldið langt seilst þegar maður er farinn að nota Jónas Kristjánsson sem umfjöllunarefni á bloggi. Þessi færsla hjá honum er nú svo heimskuleg að það nær ekki nokkurri átt.

En að þessu með kristna söfnuði og klikkað fólk. Ég tek fram að ég er bara að skrifa þetta í léttu spjalli. ;-)

Það má vel vera að kirkjur þessa lands (og annarra landa) innihaldi eitthvað af klikkuðu fólki. Reyndar þekki ég það af reynslu að svo sé. En er ekki líka bara klikkað fólk út um allt, í öllum þjóðfélagshópum og ýmsum félögum?

Gæti klikkaður maður ekki mögulega „leitað skjóls" í félagi eins og Vantrú ef út í það er farið?

Matti - 22/09/08 21:20 #

Tja, það er hægt að nota Jónas sem inngang í bloggfærslu eins og alla aðra. Ég hef reyndar þessi skrif mín á því að draga úr orðum Jónasar.

Klikkað fólk getur leitað skjóls hvar sem er, jafnvel í Vantrú. Munurinn felst þó í því að í Vantrú yrði ekki tekið undir ranghugmyndir þessa fólks. Í ýmsum sértrúarsöfnuðum landsins yrði beinlínis kynnt undir ranghugmyndirnar.

Það er ekki mjög langt síðan ung stúlka sagði frá því á sjónvarpsstöðinni Ómega að henni hefði nauðgað af djöflinum (frekar en djöflum) og á hana var hlustað eins og þetta væri ósköp eðlileg frásögn. Allt "eðlilegt" fólk sem þetta sá gerði sér grein fyrir því að sú stúlka þurfti á aðstoð að halda.

Gísli Freyr - 23/09/08 00:39 #

Jú, það er rétt að þú dregur úr orðum Jónasar.

Ég geri svo sem enga athugasemd við síðasta dæmið sem þú nefnir.

Varðandi atriði nr. 2 er ég ekki viss um að þetta sé svona, segi ég sem hef við viðriðin kirkjustarf frá unglingsárum.

Ef við leggjum til hliðar umræðuna um það hvort Guð sé á annað borð til eða ekki, til að færa okkur yfir í það sem kennt er í kirkjum - þá held ég að það séu fjári margir sem túlki hitt og þetta sem prédikað er úr púlti eftir sínu eigin höfði. Ef eitthvað er ekki í lagi í höfðinu gefur augaleið að hlutirnir verða teknir úr samhengi og út kemur... tja eitthvað.

En að lokum, þá veit ég ekki alveg með þessa skilgreiningu á sértrúarsöfnuði. Ég held t.d. (án þess að vera með tölurnar á hreinu) að það séu fleiri hvítasunnumenn eða „fríkirkjumenn" heldur en lútherstrúar í heiminum. Spurning hvað er þá sértrú?

Birgir Baldursson - 23/09/08 04:07 #

Þetta er allt saman sértrú og hjátrú, enda hefur fjöldi fylgjenda ekkert með réttmæti hindurvitnanna að gera. Ertu sáttur við þá skilgreiningu?

Matti - 23/09/08 09:05 #

Ég minnist einungis á sértrúarsöfnuði til að aðgreina þá frá þeim stærsta. Ég er nefnilega hræddur um að margir myndu kvarta ef ég bendlaði ríkiskirkjuna við þetta.

Hér er ég ekki bara að vísa til prédikana heldur einnig félagslífs. Ef þú umkringir þig fólki sem trúir á illa anda og djöfulinn er ég ansi hræddur um að það geti farið illa með geðheilsu þína. Sérstaklega ef hún var tæp fyrir.