Örvitinn

"Ekki fyrir nokkurn hvítan mann"

Jafet Ólafsson var að ræða um skortsölu, gengi krónunnar og fleira tengt fjármálum í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars þetta:

Úbbs, svona segir maður ekki í útvarpi.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Arnold - 23/09/08 12:48 #

Hinn kristni hvíti karlmaður er æðri öðrum og það er það sem Jafet meinar. Réttast væri að hinn kristni karlmaður nyti sérstakra vaxtakjara umfram konur og lægri setta kynstofna. Spurning um sérstakt hagkerfi fyrir þessa æðstu sköpun guðs. Ég skil Jafet alla vega þannig ;)

Annars held ég að Jafet hafi bara mist þetta út úr sér og ekki meint neitt með þessu. Fáránlegt orðatiltæki, hvernig ætli það hafi skotið rótum hér á landi.

Matti - 23/09/08 12:58 #

Annars held ég að Jafet hafi bara mist þetta út úr sér og ekki meint neitt með þessu. Fáránlegt orðatiltæki, hvernig ætli það hafi skotið rótum hér á landi.

Sammála, enda held ég að margir hafi misst þetta út úr sér. Fæstir gera það í útvarpinu.

Birgir Baldursson - 23/09/08 20:19 #

Má ekki líta þannig á þessi ummæli að betra sé fyrir svartan mann að gera áætlanir í þessu umhverfi, þ.e. að blakkir séu betri bissnissmenn en hvítir? :)

Óli Gneisti - 23/09/08 22:13 #

Mér finnst þetta bara svo óbærilega heimskulegt orðtak að hver sem notar það fellur sjálfkrafa ákaflega í áliti hjá mér.

nonni - 24/09/08 09:55 #

Mér finnst þetta nú bara fyndið. Við höfum nú flest misst einhverja vitleysu út úr okkur. Óheppilegt fyrir Jafet að hafa gert það í beinni útsendingu í útvarpi :)