Örvitinn

"Harðir efasemdamenn"

Harðir efasemdamenn kunna að efast um ágæti þessarar bókar þar sem Findlay var ákafur spíritisti. #

Á ég að skilja þetta svona:

Ætti ekki frekar að kalla seinni hópinn eitthvað annað en efasemdarmenn?

Annars efast ég ekkert um að ákafir spíritistar geti skrifað góðar bækur.

efahyggja
Athugasemdir

Nonni - 26/09/08 13:36 #

Ég held þú eigir ekki að skilja það svona. Ég held þú eigir að skilja það þannig að "harðir efasemdamenn", í skilningnum "fordómafullir efahyggjumenn", gætu álitið að ekkert sem komi frá spíritista geti mögulega verið einhvers virði.

Matti - 26/09/08 14:03 #

Jú, ætli það sé ekki réttur skilningur hjá þér. Mér hefði þótt betra að orða þetta öðruvísi.

Held að séu fáir þeirrar skoðunar að allt sem frá einhverjum kemur sé fyrirfram vonlaust.

Nonni - 26/09/08 14:11 #

Jamms, að því leytinu er þetta hálfgerður strámaður.

Mummi - 26/09/08 15:51 #

Ég hefði skilið þetta svona:

Harðir efasemdarmenn: Þeir sem finnst bókin sökka af því talað er fallega um spíritisma.

Hógværir efasemdarmenn: Þeir sem efast um spíritisma en er samt alveg sama þótt talað sé fallega og jákvætt um spíritisma og láta það því ekki hafa nein áhrif á skoðun sína á bókinni.

En hvað veit ég?