Örvitinn

Allt fer til andskotans

Nei, ég er ekki að tala um fjármálin.

Allt fer til andskotans ef trúleysingjar ná sínu fram samkvæmt talsmönnum hindurvitna.

En undanfarið höfum við fengið að sjá að trúaðir ganga vígdjarfir í smiðju Görings og mála skrattann á vegginn til að þjappa fólki saman um launaseðilinn þeirra. Þeir segja að ef trúleysi nái fótfestu hér blasi við upplausn og hörmungar. Já, gott siðgæði hefur orðið fyrir árás og þeir sem spyrna ekki við fótum skortir ættjarðarást og vilja stofna landinu í hættu!

Fer ég með fleipur?

Mæli með greininni Himininn er að hrynja! á Vantrú í dag.

Þess má geta að í dag er Alþingi sett. Setning hefst með helgistund í Dómkirkjunni. Með því er Alþingi að hrækja framan í þá Íslendinga sem ekki aðhyllast kristin hindurvitni. Það ku víst vera í lagi vegna þess að þannig hefur þetta alltaf verið.

Smáborgarar hafa alltaf réttlætt mismunun með vísun til hefðar.

kristni pólitík vísanir