Örvitinn

Vefþjóðviljamenn eru klikkaðir

Eru rugludallarnir á Andríki komnir í samkeppni við Baggalút?

Hér gera þeir sitt besta til að verja varaforsetaframbjóðenda Repúblikana með bjánalegum útúrsnúningum..

Verst af öllu er að frambjóðandinn hefur ekki komið til Evrópu

Reyndar stærði Palin sig af því að hafa komið til Írlands. Í ljós kom að hún fór ekki úr flugvélinni sem var að millilenda til að taka eldsneyti.

Þá mun þessi frambjóðandi ekki hafa rétta trú á upphafi alheimsins. Frambjóðandinn er sagður trúa á svokallaða „vitræna hönnun" og er þar með augljóst að hann kemur ekki til álita.

Þetta er reyndar rangt hjá Vefþjóðviljamönnum sem ekki gera greinarmun á sköpunarsinnum og þeim sem aðhyllast „vitræna hönnun". Sarah Palin er sköpunarsinni sem trúir því að menn og risaeðlur hafi verið uppi á sama tíma. Hún er semsagt snargeðbiluð.

Fyrstu dagana urðu þeir að láta sér nægja að hamra á að eiginmaður frambjóðandans hafði fyrir 22 árum verið tekinn fullur undir stýri.

Þessi fréttaflutningur fór fram hjá mér og þó fylgist ég nokkuð með þessari umræðu í BNA.

Á sama tíma var Barack Obama, ef marka má hann sjálfan, einhvers staðar að taka inn kókaín, en ölvunarakstur eiginmanns varaforsetaefnis er auðvitað þýðingarmeira en kókaínneysla forsetaefnis.

Uh. Hvað! Borðaði hann ekki bara börn líka?

Þetta væri fyndið hjá Andríki ef þetta væri ekki svona hrikalega sorglegt. Það finnast virkilega einstaklingar hér á landi sem telja að Sarah Palin sé hæf og að gagnrýni á hana sé verk pólitískra andstæðinga hennar (hinna "liberal" fjölmiðla í BNA).

Og hvernig færi með þann fjarstæðukennda áróður demókrata að það sé í þeirra röðum og ekki annarra sem konum sé gert hátt undir höfði?

Gert svo hátt undir höfði að passað hefur verið upp á að hún tali ekki við fjölmiðla og haldi ekki fréttamannafundi.

Hér svarar Palin spurningu um hvaða blöð og tímarit hún les reglulega.

pólitík
Athugasemdir

Ásgeir - 01/10/08 16:28 #

Mér þykir athyglisverðast að þetta sé það sem þeir kjósi að fjalla um, en ekki undangengna atburði á Íslandi.

Óli Gneisti - 01/10/08 17:48 #

Er Vefþjóðviljinn hættur að verja Bush?

hildigunnur - 01/10/08 22:39 #

heh, vonandi átta þeir sig seint á því að þeir gera ekki nokkrum meira ógagn en sjálfum sér með svona skrifum. Spurt er áleitið vestanhafs (já, af Repúblikönum) hvort McCain ætti að bakka og skipta um varaforsetaefni.

Elías - 02/10/08 09:17 #

Þessir menn eru ekki í neinn stakk búnir til að ræða eitt eða neitt. Skoðanir þeirra eru einskisvirði. Hugmyndir þeirra eru óskhyggja þeirra sem hafa aldrei haft hald á raunveruleikanum. Kenningar þeirra eru án nokkurra haldbærra raka. Tilgangur þeirra er illur.

Til hvers ætti nokkur að horfa á þá, hlusta á þá, lesa þá eða ræða við þá?

Matti - 02/10/08 09:33 #

Það er einhver undarleg fíkn sem veldur því að ég kíki reglulega inn á Vefþjóðviljann.

Freyr, þessi síða er snilld.

Lárus Viðar - 03/10/08 00:57 #

Ég held að sami bullukollurinn sé á bakvið allar þessar verstu greinar sem birtast á Andríki. Þessi vælukenndi og óþolandi dylgjustíll sem angar af minnimáttarkennd virðist alltaf einkenna mesta ruglið sem birtist þarna, sbr þetta og greinina um "Ranghugmynd Dawkins" ásamt fleiri kristilegum íhaldspistlum.

Þessi pistill er þó með eindæmum skringilegur, þótt maður sé vanur ýmsu af þessu vefsetri. Höfundinum finnst það t.d. skipta máli hvað Bandaríkin eru stór og því er ekki jafnmikil þörf á því að Sara þekki til annarra landa. (!)

Toppnum er þó náð þegar farið er að tala um "fóstureyðingasinna" og að eina ástæða þess að slíkt ókristilegt athæfi fyrirfinnst í BNA eru "ókosnir dómarar" sem láta slíka óhæfu ganga yfir bandarískan almenning. Er ekki í lagi með fólk?Ég legg til ef Andríki vill halda einhverjum trúverðugleika þá ættu þeir að reka þennan nafnlausa pistlahöfund.

Kalli - 03/10/08 23:52 #

Tjah, ef Sarah Palin væri „með mér í liði“ myndi ég keppast við að þegja þá staðreynd í hel til varnar málstað mínum.

Sindri Guðjónsson - 06/10/08 21:03 #

Það er hárrétt athugað hjá Matthíasi að geri verði greinarmun á þeim sem aðhyllast vitræna hönnun og sköpunarsinnum. Það má ekki gera lítið úr þeim mun. Annar hópurinn sættir sig oftast við það að heimurinn sé 14 billjón ára, margir, en þó ekki allir, samþykkja slatta af Guðlega stýrðri "macro evolution", á meðan hardcore sköpunarsinnar reyna að halda í þá hugmynd að heimurinn sé 6000 ára. Fleiri dæmi má finna til. Það er himinn og haf á milli.

Sindri Guðjónsson - 06/10/08 21:09 #

Elías, ég efast stórlega um það að andríkismenn hafi illan ásetning. Ég leyfi mér t.d. að fullyrða að ég var með góðan ásetning einann þegar ég var með íhald.is, ásamt fleirum, þó að margt af því sem ég varði hafi verið arfa vitlaust. Sé enga ástæðu til annars en að telja ásetning andríkismanna góðan, óháð því hvort að skoðanir þeirra séu góðar eða vondar.

Sindri Guðjónsson - 06/10/08 21:38 #

voðalega tjáningarþörf er þetta hjá mér... Hildigunnur, þú verður að átta þig á því að ástæðan fyrir því hve Sara kom illa út í þessu viðtali, og virtist ekki vita hvað Hamas er, er sú að það voru galdranornir sem lögðu á hana bölvun og rugluðu hana í rýminu.