Örvitinn

Jónas, fífl og gráðugir fávitar

Fífl, fávitar og gráðugir fávitar

Það er fullt af fólki á Íslandi að tapa ævisparnaði. Fólk sem aldrei hefur átt mikinn pening, fólk sem hefur lifað sparlega og lagt aurinn til hliðar eða eignast fasteign á áratugum. Fólk sem hefur selt húsið sitt, flutt í minna húsnæði eða á dvalarheimili og hafði ætlað að drýgja ellilífeyri með sparifé. Þetta fólk er að horfa á eftir stórum hluta þess hverfa úr sjóðum sem það var hvatt til að færa peningana í af starfsmönnum fjármálastofnana. Jafnvel eru dæmi um að bankastarfsmenn hafi logið að fólki og sagt því að þessir sjóðir voru algjörlega öruggir.

Jónas, ef þú getur ekki gert þér grein fyrir því að margir þeirra sem eru að tapa peningum eru ekki "gráðugir fávitar" heldur venjulegt fólk sem lagði fé til hliðar ertu í minna sambandi við þjóðina heldur en ráðamennirnir sem þú hatar.

"Gráðugu fíflin" sem tóku erlend lán til að kaupa hlutabréf eru ekki að fara að fá aðstoð - í besta falli verða erlendu lánin fryst í einhvern tíma. Hlutabréfin eru farin og skuldin stendur eftir. Ekkert nema gjaldþrot blasir við.

Aðrir sem settu hluta af sparnaði í hlutabréf verða að gjöra svo vel að afskrifa það. Dálítið súrt en ekki það versta sem gæti gerst.

Hvenær varð það eiginlega löstur að spara?

pólitík
Athugasemdir

Egill - 21/10/08 18:39 #

Erna, Jónas er oft kallaður 'Nestor' íslenskrar blaðamennsku. Það virðist í dag felast í því að blogga í stikkorðastíl færslur fullar af rangfærslum sem aldrei fást leiðréttar sama hversu oft er bent á vitleysurnar.

Svo er hann oft í vondu skapi held ég.

Kristín í París - 22/10/08 06:13 #

Ég tek heilshugar undir. Hvernig í ósköpunum getur heilbrigt og hugsandi fólk ruglað eðlilegum sparnaði/lífsstíl án yfirdráttar við auðsöfnun og græðgi?