Örvitinn

Fjárhagur þjóðarinnar

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig það á að bjarga fjárhag þjóðarinnar (heimila, fyrirtækja, ríkis) ef stór hluti (meirihluti) fyrirtækja landsins fer á hausinn og fjöldi fólks missir vinnu.

Hvernig getur verið skynsamlegt að draga úr ríkisútgjöldum í slíku ástandi? Hverjum gagnast það að draga enn frekar úr verkefnum fyrirtækja og tekjum einstaklinga? Ég er alveg hættur að botna í þessu.

pólitík
Athugasemdir

Már - 31/10/08 09:39 #

Mig grunar að þetta sé eitt af fjölmörgum skilyrðum sem IMF setti fyrir lánveitingunni. Mig grunar að þeir sem vildu geyma IMF leiðina þar til fokið væri í öll önnur skjól hafi haft nokkuð til síns máls.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Eggert - 31/10/08 13:39 #

Duh! Atvinnulaust fólk getur ekki skuldsett sig eins mikið í evrum og fólk sem er með vinnu!

Matti - 31/10/08 13:41 #

Oh, auðvitað. Kjáni get ég verið.

baddi - 01/11/08 20:51 #

Ég er bara að verða sammála Jóni Daníels um að prenta peninga. Það er alveg hrikalegt að sjá nánast skuldlaus fyrirtæki að "fara undir" vegna þess að það vantar seðla til að borga laun. Eignir í sementi í dag virðast ekki skipta neinu máli