Örvitinn

Pestó frá Genúa

fersk basilikaÉg átti ferska basiliku í ísskápnum og bjó því til heimalagað pestó í gærkvöldi. Þetta er ósköp lítið mál en alveg óskaplega gott - á frekar lítið skylt með gumsinum sem selt er í dósum í kjörbúðum.

Magn er bara til viðmiðunar, mér finnst t.d. alltaf í lagi að setja meiri hvítlauk. Basilika, hnetur, hvítlaukur, olía og salt sett í matvinnsluvél og maukað. Skellið maukinu svo í skál og hrærið parmesan osti og smjörklípu saman við. Ef þið eruð að sjóða spagettí er gott að setja smá vatn úr pottinum saman við.

Pestó er svo hrært saman við spagettí eða smurt ofan á brauð. Alveg óskaplega gott.

Making pesto

Fleiri myndir af pestógerð

matur
Athugasemdir

Kalli - 16/11/08 10:53 #

Ég er nánast á leið út í kjörbúð, eftir að lesa þetta, til að ná í hráefni í pesto.

Ég er samt forvitinn með smjörklípuna. Er hún standard í pestógerð?

Matti - 16/11/08 12:33 #

Nei, ég held að smjörklípan sé ekki hefðbundin. Þessa uppskrift hef ég þó úr bók um ítalska matargerð. Mér finnst fínt að hafa smjörklípuna með.

Valdís - 17/02/09 00:03 #

Ég er gjörsamlega forfallin pestóaðdáandi en samt pínu langt síðan ég gerði mitt eigið enda sjaldan tækifæri til þess þar sem ég er eiginlega ein um þessa skoðun mína og börnin þurfa jú alltaf að borða líka...nenni ekki að hafa tvíréttað..bíð eftir fyrsta tækifæri til að búa til pestó og þá þegar börnin eru ekki í mat.

Matti - 17/02/09 10:21 #

Pestó hentar samt vel í tvíréttað. Býrð til einn skammt af pestó og sýður spagettí. Krakkarnir fá svo spagettí með tómatsósu og þú alvöru spagettí með pestó. Verður ekki miklu betra.