Örvitinn

Moggaviðtöl við tvo trúbadora

Ég hef kvabbað um þetta áður, þið kvabbið þá bara líka ef ykkur leiðast endurtekningar :-)

Fyrir rúmri viku birti Morgunblaðið viðtal Kolbrúnar Bergþórs við trúbadorinn Hörð Torfason. Hörður Torfason er trúleysingi (að því ég best veit) og gagnrýnandi kirkjunnar. Í viðtalinu var ekki eitt orð um trúmál.

Um helgina birti Morgunblaðið viðtal Kolbrúnar Bergþórs við trúbadorinn Kristján Kristjánsson. KK er trúaður (eins og allir vita) og stuðningsmaður kirkjunnar. Stór hluti viðtalsins fjallaði um trúmál.

Svona er þetta og svona verður þetta áfram. Vissulega eru a.m.k. tvær undantekningar en að mínu mati hefði mátt ræða við báða trúbadorana um lífsskoðanir þeirra - fyrst það þykir tilefni til að ræða lífsskoðanir annars.

fjölmiðlar