Örvitinn

Trúarnöttarafræði

Fátt pirrar marga trúarnöttara meira en einföld ósk um rök fyrir fullyrðingum. Sá sem biður um rökin er jafn harðan sagður hrokafullur og skorta umburðarlyndi.

Samtalið gæti litið svona út:

Trúarnöttari: "Þú sagðir að allir sem ekki eru sammála þér séu fífl og þú villt banna öll trúarbrögð."
Hrokagikkur: "Nei. Hvar sagði ég það? Getur þú bent á dæmi?"
Trúarnöttari: "Þú er öfgamaður og sýnir ekkert umburðarlyndi!"

Ég vildi að ég væri að grínast.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 09/12/08 09:58 #

Var ekki búinn að sjá þetta. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar maður karpar við fólk um hvort Vantrú sé trúfélag svo dæmi sé tekið.