Örvitinn

Milljónatjón

Í fréttum er sagt frá því að mótmælendur hafi valdið Stöð2 milljónatjóni með skemmdum á græjum í mótmælunum í gær. Af hverju er ekki farið nánar út í það? Hvaða græjur voru skemmdar og hvernig? Það eina sem fram hefur komið er að kaplar voru skemmdir. Varla voru þetta milljónakaplar? Hér finnst mér að við eigum rétt á að fá nánari útskýringar, ekki bara frásagnir af meintu tjóni.

Ég heyrði fréttir sjónvarps í kvöld, var nánar farið í þetta í öðrum fréttatímum?

pólitík
Athugasemdir

Stefán Pálsson - 01/01/09 22:19 #

Einhvers staðar sá ég þessa staðhæfingu Ara Edwalds um milljónatjón - en þar var ekki um að ræða tjón á dýrum búnaði, heldur "tapaðar tekjur", væntanlega glataðar auglýsingatekjur og áhorf.

Þannig reiknar hann væntanlega vinnulaun allra sem að útsendingunni komu o.s.frv.

Ásgeir - 01/01/09 22:48 #

Mér finnst líka athugavert að í allri þessari umfjöllun, hefur ekki einu sinni verið talað við einhvern mótmælendanna. Eða hvað? Af frásögnum sjónarvotta sýnist mér atburðarásin hafa verið allt öðruvísi en maður heyrir í fréttunum.

Matti - 01/01/09 22:53 #

Þessi umfjöllun minnir mig dálítið á grænu skyrsletturnar á sínum tíma. Ég féll fyrir þeim fréttaflutningi en síðar kom í ljós að tjónið þar var óverulegt. Ég vil einfaldlega að fjölmiðlar sýni okkur tjónið þegar svona fullyrðingar koma fram.

Var einmitt búinn að sjá þetta haft eftir Ara en í sjónvarpsfréttum var rætt um þetta eins og um skemmdir á tækjum væri að ræða.

walter - 01/01/09 23:00 #

Á Eyjunni er haft eftir Sigmundi Erni að um milljónatjón á tækjum hafi verið að ræða.

Það væri athyglisvert að heyra meira um þessar meintu skemmdir?

-DJ- - 02/01/09 00:49 #

Í þættinum sjálfum, sem enginn virðist hafa horft á nema ég, tautaði Sigmundur Ernir eitthvað um skemmdir á myndavélum. Mig minnir að hann hafi sagt að búið væri að eyðileggja allavega 2 slíkar. Þetta var nálægt lokum útsendingarinnar.

Arnold - 02/01/09 09:59 #

Ég er alveg hættur að treysta fréttastofu Stöðvar2. Afhverju var sýnt svona lítið frá atburðarrásinni. Það var fullt af tökuvélum þegar þetta fór úr böndum. Inni á ganginum þar sem lætin byrjuðu voru að minnsta kosti tveir tökumenn frá sjónvarpsstöðvunum. Að auki aragrúi að ljósmyndurum.Stöð2 hefði getað afgreitt þetta mál með að fara alveg yfir þetta frá a-ö og að auki sýnt tjónið m.a. á þessum tveimur tökuvélum. Sigmundur Ernir hefur gert vel í buxurnar í þessu máli. Spurning um að fara að segja upp áskriftinni af Stöð2.Mér finnst stöðin hafa brugðist í umfjöllun um efnahagshrunið en það á svo sem við um fleirri fjölmiðla. Þeir virðast festir óttalegt drasl.

Eggert - 02/01/09 10:32 #

Enda er Stöð 2, Vísir og DV í eigu Baugs, RÚV stýrt af sjálfstæðisflokknum / ríkisstjórninni og Mogginn annað hvort í eigu Baugs eða Samsons.

hildigunnur - 02/01/09 11:17 #

Svona monster kaplar eru reyndar dýrir, en milljónir...?

Matti - 02/01/09 18:06 #

Frétt DV.

Beint tekjutap Stöðvar tvö og Saga film vegna þess að rjúfa þurfti útsendingu Kryddsíldar á gamlársdag nemur um þremur milljónum króna. Þar ofan á bætist milljóna tjón vegna skemmda á búnaði stöðvarinnar.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, stjórnandi Kryddsíldar, segir mesta eignatjónið vera vegna skemmda á ljósleiðara. „Allir kaplar voru eyðilagðir, kveikt í þeim og þeir rifnir í sundur,“ segir hann. Hann telur að eignatjónið nemi á bilinu tveimur til þremur milljónum en endanlega tala er ekki ljós.

Hins vegar liggur fyrir að auglýsendur og styrktaraðilar þáttarins, svo sem Tíó Tintó Alcan sem hefur verið aðalstyrktaraðili hans undanfarin ár, drógu sig í hlé þar sem útsendingu á þættinum var hætt eftir að mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á Hótel Borg þar sem bein útsending stóð yfir.

Ofan á þessar fimm til sex milljónir bætist síðan tjón á eignum Hótel Borgar en upphæð þess liggur ekki fyrir.

Þannig að við erum að tala um skemmda ljósleiðara upp á einhverjar milljónir, tekjutap vegna þess að styrktaraðilar borga ekkert (hafa þó fengið margfalda umfjöllun en gert var ráð fyrir) og svo tjón á eignum Hótelsins. Ekki hafði ég heyrt af því að mótmælendur hefðu skemmt eitthvað þar inni en það á þá væntanlega eftir að koma í ljós.

Eftir stendur að hér er enn ein umfjöllunin um þetta mál þar sem einungis er vitnað í talsmenn Stöðvar2 en fréttamenn gera enga tilraun til að staðfesta skaðann.

Arnold - 02/01/09 19:59 #

Ég er með Audioquest kapla í hátalaran mína ;) Það eru til miklu dýrari kaplar en Audioquest Evrest. Ég gæti alveg trúað að þessi ljósleiðari kostaði milljón.

Mér finnst samt ennþá mjög undarlegt hjá Stöð2 að sýna ekki tjónið og að farið sé yfir atburðarásina í myndum. Það er einfalt mál og ætti að skýra þetta mál í eitt skipti fyrir öll.

Matti - 02/01/09 20:42 #

Það er einmitt málið, það má vel vera að þarna hafi orðið mikið tjón en ég skil ekki af hverju þeir sýna það ekki almennilega.

Arnold - 03/01/09 11:15 #

Afhverju gerir Stöð2 ekki hreint fyrir sínum dyrum? Stöðin getur það auðveldlega með því að sýna myndefnið allt sem tekið var. Eða á þetta við rök að styðjast sem kemur fram á þessu bloggi? Ég er farinn að hallast að því.