Örvitinn

Sparnaður hins opinbera

Hvað er verið að loka mörgum kirkjum þessa dagana? Sameina margar sóknir, segja upp samningum við marga presta?

Engum! Ekki fækkað um einn prest eða djákna? Ekki eina kirkju?

Eruð þið að reyna að segja mér að íslendingum þyki kirkjur mikilvægari en sjúkrahús og hjúkrunarheimili? Prestar mikilvægari en geðlæknar.

Merkilegir þessir íslendingar.

kristni pólitík
Athugasemdir

Kristján Hrannar Pálsson - 08/01/09 19:08 #

Það versta er hversu margir prestar notfæra sér vanlíðan fólks í kreppunni til að ítreka mikilvægi sitt. Væru þeir samkvæmir sjálfum sér ætti það að vera þeir sem væru helst á móti niðurskurði í heilbrigðis- og menntakerfinu og láta fé af hendi rakna úr þjóðkirkjunni. Leggja til launalækkanir, afnám sendiráðspresta o.s.frv. Nálaraugað virðist vera stærra en ég hélt.

Halldór E. - 08/01/09 21:37 #

Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér, hins vegar finnst mér rétt að taka fram að það er verið að skera niður í einstökum söfnuðum og ég fékk nýverið bréf frá biskup þar sem hann kallar söfnuði til að halda að sér höndum, lækka laun starfsfólks og draga saman kostnað.

Eins hefur á undanförnum árum verið hagrætt á ýmsum sviðum í kirkjunni, prestaköll verið lögð niður á landsbyggðinni svo dæmi sé tekið, ólíkt því sem hefur tíðkast annars staðar í kerfinu.

Auðvitað er samt bruðl víða í kirkjunni, en það er ekki alveg sanngjarnt að segja að ekkert sé gert.

Matti - 08/01/09 23:13 #

Þegar þau prestaköll hafa verið lögð niður hefur prestum samt ekki fækkað. Eða hvað?