Örvitinn

Sjálfsmynd

Ég þurfti að redda sjálfsmynd í dag. Dró Jón Magnús með mér út, stillti upp og fékk hann til að ýta á takka. Þessi mynd er tekin með Sigma 30 1.4 linsunni með ljósop 1.4, iso 1600 (tekur því ekki að fara undir það). Ég fann ekki skemmtilegan bakgrunn og reyndi að nota stórt ljósop til að redda því eins og hægt var.

Hefði kannski átt að raka mig en hafði ekki tíma, þurfti að redda mynd með litlum fyrirvara.

Matthías Ásgeirsson

Ekki besta mynd í geimi en miklu betri en sú sem annars hefði verið notuð.

myndir
Athugasemdir

Mummi - 08/01/09 16:25 #

Þú ert samt ennþá dálítið grimmdarlegur á svipinn :)

Matti - 08/01/09 16:29 #

Ég var eins og fífl á myndunum þar sem ég var ekki alvarlegur. Svo er formaður Vantrúar líka gríðarlega alvarlegur náungi ;-)

Arnold - 08/01/09 16:39 #

En þetta er svindl, Jón Magnús tók myndina og því er þetta ekki sjálfsmynd. Manninn sem ýtir á takkann er ljósmyndarinn ;-() Flott mynd hjá Jóni :)

Matti - 08/01/09 16:42 #

Þegar ég stilli upp (tók myndir af honum fyrst), stilli myndavél og fjarstýri takkakallinum ("fókusaðu á hausinn á mér, hallaðu vélinni niður") ætla ég bara að eigna mér myndina :-)

Ég leikstýrði að minnsta kosti.

Arnold - 08/01/09 16:49 #

Já en allir alvöru ljósmyndarar eru með fjölmennt lið sem græjar þetta og svo kemur alvöru ljósmyndarinn bara og smellir bara af. Þú er því bara aumur aðstoðar maður Jóns Magnúsar við þessa töku.

Matti - 08/01/09 17:03 #

"Fókusaðu á andlitið á mér, beindu svo myndavélinni niður. Nei, ekki beygja þig niður, beindu myndavélinni niður. Ýttu svo á takkann. Takkann framan á vélinni. Svona svona, góður strákur"*

* Örlítið fært í stílinn :-)

Matti - 08/01/09 17:12 #

"Shitt, ég á aldrei eftir að ráða við þetta"

Jón Magnús - 08/01/09 17:15 #

Þetta er góð athugasemd hjá þér Arnold - ég á náttúrulega allann heiðurinn að þessari myndatöku frá a-ö. Ég þurfti stanslaust að vera að kenna honum á sína eigin myndavél og svo kallar hann sig áhugamann um ljósmyndun!

Hann ætti náttúrulega að sjá sóma sinn í því að gefa mér bara myndavéladótið sitt!

Jón Magnús - 08/01/09 17:58 #

Nákvæmlega svona - lestu hugsanir?!? :D

Matti - 08/01/09 18:40 #

Það sjá allir að þetta er photoshop hjá Arnold.

Þessi mynd er aftur á móti beint úr myndavél, alveg óunnin.

Arnold - 08/01/09 19:26 #

Ha ha ha :)

Kalli - 08/01/09 19:37 #

Mér finnst myndin af Jóni betri. Svo ég legg til að hann verði formaður í staðinn fyrir Matta.

Voðalega finnst mér samt svæðin sem eru úr fókus teiknast hörð. Þau eru mjög mjúk á minni Sigmu.

Walter - 08/01/09 21:52 #

Já ég held Matti sé með eitrthvað Nikkor fetish :)

Matti - 08/01/09 22:46 #

Walter, ég á enn þessa einu Sigma linsu. Tími ekki að selja hana þó hún sé dx linsa (hönnuð fyrir skynjara sem eru minni en 35mm filmuflötur).

Voðalega finnst mér samt svæðin sem eru úr fókus teiknast hörð. Þau eru mjög mjúk á minni Sigmu.

Tja, er það ekki fjarlægðin frá myndefni að bakgrunni - auk eðlis bakgrunns - sem þarna skiptir meginmáli? Gæti svosem verið munur milli eintaka af linsunni.

Hér er t.d. filmumynd tekin með 30 1.4, úr fókus svæðið á þessum flugeldamyndum er nú nokkuð mjúkt :-)