Örvitinn

Draugabanar

Hér er ástæða myndatökunnar í gær. Ég gat ekki hugsað mér að Fréttablaðið myndi nota þessa mynd enn og aftur.

Vantrú fjallaði um draugafrétt Fréttablaðsins í gær.

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Arnold - 09/01/09 09:34 #

Ég sé að visir.is getur ekki myndhöfundar. Þar eru þeir líkir sjálfum sér. Þeir bera enga virðingu fyrir höfundarétti ljósmyndara. Þessi fjölmiðill er svo sem ekki einn um það.

Matti - 09/01/09 09:36 #

Nei, enda er það ekki á hreinu hver tók þessa mynd ;-)

Aftur á móti geta þeir alltaf myndhöfundar þegar þeir nota flugeldamyndina mína.

Arnold - 09/01/09 09:52 #

Þetta er svona happa og glappa hjá þeim. En myndu þeir ganga svona um ritað mál. Myndur þeir birta ljóð án þess að geta höfundar? Held ekki.

Arnold - 09/01/09 09:53 #

Já og svo það sé á hreinu að þá tók Jón Magnús myndin ef vísismenn lesa þetta ;-)

Jón Magnús - 09/01/09 09:57 #

Takk Arnold að styðja mig í þessari réttindabaráttu - það skal tekið fram að ég valdi líka location á þessari myndatöku þannig að sannanirnar eru yfirgnæfandi :D

Arnold - 09/01/09 10:40 #

Jón, mér sýnist þú vera með tvö unnin mál fyrir dómstólum þ.e. gegn vísi og svo Matta. Eins og fram hefur komið á þessu vefsvæði að þá er Matti með mjög veikar sannanir sem verða auðveldlega felldar í dómsölum, tja, nema Matti sé hluti af Davíðsarminum bláa. En ef svo er þá er ekki grundvölur fyrir málssókn :D

Matti - 09/01/09 10:47 #

Ég þarf greinilega að taka mogglinga til fyrirmyndar og ritskoða athugasemdir ykkar ;-)

Arnold - 09/01/09 10:55 #

En aftur að höfundarrétti (ég gefst upp Matti tók myndina :) http://www.clichey.net/magazine/ Þetta er til fyrirmyndar! Hér er er mynd eftir mig og fleirri bloggaðar. Þarna er vísað í myndhöfund bæði nafn og link á upprunasíðu. Það sem meira er að þessi bloggari bað um leyfi :) Ég fæ reglulega óskir um að fá að linka á myndirnar mínar og ég veiti yfirleitt góðfúslegt leyfi. En íslenskir fjölmiðlar( einhverjar undantekningar þó) stela bara myndum (veit það var ekki í tilfellinu hér að ofan)og nota eins og þeim sýnist og án þess að nefna höfund.Fyrir utan að þeir eiga auðvitað að borga, en það er önnur umræða. Má ég segja skítapakk?

Bragi - 09/01/09 13:18 #

Nú spyr ég þig Matti. Ert þú tilbúinn að gagnrýna aðra fyrir að minnast ekki á höfund mynda þegar sýnt hefur verið fram á að Jón Magnús stóð fyrir aftan myndavélina og fær ekki höfundarréttinn skráðan á þinni síðu?! Hneyksli! Tækla þig á morgun. ;)

Arnold - 09/01/09 14:17 #

Það verður að fara að róa þetta niður, þetta er að fara úr böndum. Sameinumst um að Matti sé höfundur myndanna. Jón Magnús ég vona að þú skoðir heildarmyndina og sjáir að þetta er fyrir bestu. Stundar frægð er ekki þess virði. Og ekki fara að benda á sökudólga í þessu máli. Svoleiðis er svo mikið 2007.

Eggert - 09/01/09 14:33 #

Ég sé augljóst ektóplasmískt horn á Matta á myndinni. Skagar upp úr vinstri hlið höfuðs hans. Ég tel ekki að þetta sé trjágrein, þar sem það eru tiltölulega fá tré á Íslandi, þar sem myndin er tekin. Í ljósi þess finnst mér aukaatriði hver tók myndina - æðri máttur hefur átt við myndina í millitíðinni.

Jón Magnús - 09/01/09 14:58 #

Það er rétt Arnold, ég verð að fara lúffa fyrir formanninum, reyna að halda friðinn þótt sökudólgurinn í þessu máli sé augljóslega Matthías.

Náttúrulega á ekki að vera leita að sökudólgum, það "á" ekki að vera í tísku núna árið 2009. Einhvern tímann þegar við erum komin í góðæri aftur þá verður það í lagi.