Örvitinn

Fjandans ferðatölvan

Fjandans ferðatölvan ræsir ekki, býður í staðin upp á bláskjá og skilaboðin UNMOUNTABLE_BOOT_VOLUME. Einhverntímann átti ég geisladisk sem ég gat ræst með og keyrt upp tól til að yfirfara allan vélbúnað tölvunnar en ég finn hann ekki núna. Vonandi er ég með eintak í vinnunni. Ræsti áðan Ubuntu 8.10 af geisladiski en skjárinn var í rugli þannig að ekki gat ég notað það.

Ég sem þarf einmitt að tölvast í kvöld. Verð að láta borðtölvuna duga (fuss).

tölvuvesen
Athugasemdir

Matthías - 12/01/09 22:30 #

Guð minn góður, hann segir fjandans! ;-)

Carlos - 13/01/09 07:35 #

Getur verið að þú hafir verið með röngu Ubuntu útgáfuna? Önnur er fyrir i389, hin fyrir AMD64?

Óli Gneisti - 13/01/09 08:08 #

Mig rámar í að ég hafi fengið disk frá þér einhverju sinni, er ekki viss hvort ég hafi skilað honum. Ég skal kíkja þegar ég kem heim.

hildigunnur - 13/01/09 08:54 #

hehe, hér á bæ er slegist um borðtölvuna, enda er hún langöflugasta vélin í húsinu (við erum með 4 + plús svo leikjatölvuna)

Vonandi nærðu að flikka upp á kvikindið, annars.

Matti - 13/01/09 09:50 #

Ubuntu útgáfan er rétt, þetta er eitthvað skjáreklavandamál. Tékkaðu endilega á því Óli, ég skelli inn athugasemd ef ég redda disknum hér í vinnunni.

hildigunnur, ég ætla einmitt að fara að uppfæra borðtölvuna. Verst að það er ekki hægt að taka hana með sér upp í rúm :-)

Matti - 13/01/09 11:00 #

Ég fann diskinn, er núna að athuga ástandið á harða disknum.