Örvitinn

Bíómyndir um fótbolta

Horfði á Goal í sjónvarpinu í kvöld.

Mér finnst svipað að horfa á kvikmyndir um fótbolta og bíómyndir sem fjalla um tölvur á einhvern máta. Þegar maður þekkir umfjöllunarefnið er stundum skelfilegt að fylgjast með hvernig því er klúðrað.

Í upphafi myndarinnar var nauðsynlegt að koma því á framfæri að aðalhetjan hefði óhefðbundnar hreyfingar á velli, ekki rétta líkamsstöðu og þessháttar. Enda var augljóst að leikarinn hafði ekkert á knattspyrnuvöll að gera, kunni ekkert í fótbolta. Spyrnutæknin skelfileg og allt eftir því, klippingar og brellur redduðu engu. Ég hef að auki ekki ímyndunaraflið til fyrir mér að Newcastle komIst í Meistaradeildina með því að vinna Liverpool í lokaleik mótsins :-)

Má ég frekar biðja um atriði með "tölvuhakkara" sem hamast á lyklaborðinu við að brjótast inn í tölvukerfi meðan byssu er beint að höfði hans og kvenmaður tottar á sama tíma. Það er álíka trúverðugt. Swordfish er tímalaus klassík!

kvikmyndir
Athugasemdir

teitur atlason - 17/01/09 23:40 #

Besta fótboltamyndin er "Escape to Victory". Plottið í henni er yfirgengilegt.

Fangar í fangabúðum nasista keppa við þýska landslið. Péle leikur í þessari mynd, Osvaldo Ardiles og Michel Caine. Svo er Stallone í markinu.

leikar fara svo að það á að flýja í hálfleik en leikurinn er svo spennandi að fangarnir hætta við að flýja og vinna leikinn (Stallone ver vitaspyrnu frá nasista í blá-lokin og bjargar sigrinum)

þessi mynd er í gríðarlegu upp-áhaldi hjá mér.

Matti - 17/01/09 23:41 #

Mér fannst Escape to victory æðisleg í gamla daga. Veit ekki hvort hún eldist vel :-)

teitur atlason - 17/01/09 23:49 #

Hún eldist vel á sinn máta. Hún er geðveikislega hallærisleg. Svo mjög að maður engist um eins og bítill á sviði.

hildigunnur - 18/01/09 10:35 #

hehe, ég get sagt svipað um margar myndir þar sem leikari er að þykjast spila á hljóðfæri, oftast fiðlu, sárt að horfa á tilburðina.