Örvitinn

Börn og fullorðnir

Mannfjöldi eftir trúfélögum 1990-2008

Utan trúfélaga

16 ára og eldri15 ára og yngri
2007 7.3101.404
2008 7.7691.496

Þjóðkirkjan

16 ára og eldri15 ára og yngri
2007194.54457.917
2008195.57657.372

16.14% þeirra sem eru utan trúfélaga eru 15 ára og yngri, hjá ríkiskirkjunni er hlutfallið 22.68%.

kristni
Athugasemdir

Matti - 19/01/09 13:48 #

Í Kaþólsku kirkjunni er hlutfallið 28.85%. Það er dálítið magnað. Ljóst að kaþólikkarnir eru duglegir að eignast börn og skrá þau í trúfélag.

Halldór E. - 19/01/09 14:11 #

Ég vil þakka þér fyrir að taka þetta saman. 80% markið er krítískt að mörgu leiti, þegar fimmti hver Íslendingur velur að vera utan þjóðkirkjunnar þá er erfitt að réttlæta stjórnarskrárákvæðið að mínu viti.

En varðandi færsluna. Ég velti fyrir mér hvort að hluti ástæðunnar fyrir þessu misræmi milli hlutfalls barna sem eru skráð utan og innan þjóðkirkju felist í því að konur eru 40% þeirra sem eru skráðir utan trúfélaga og börn fylgja móður.

Eins finnst mér líklegt að það sé hærra hlutfall barnlausra skráður utan trúfélaga en í þjóðkirkjunni. Fyrir því get ég fært nokkur rök. Kannski þau helst að mig grunar að hlutfalls fólks á aldrinum 18-25 ára sem ekki er byrjað í barnastandi sé hærra utan kirkju, en í öðrum aldurshópum.

Matti - 19/01/09 14:15 #

Ég velti fyrir mér hvort að hluti ástæðunnar fyrir þessu misræmi milli hlutfalls barna sem eru skráð utan og innan þjóðkirkju felist í því að konur eru 40% þeirra sem eru skráðir utan trúfélaga og börn fylgja móður.

Það er ekki ósennilegt. Ég þekki dæmi þess að faðir sé skráður utan kirkju en móðir sé í henni og börnin fylgi þar af leiðandi með í kirkjuna.

Eins finnst mér líklegt að það sé hærra hlutfall barnlausra skráður utan trúfélaga en í þjóðkirkjunni. Fyrir því get ég fært nokkur rök. Kannski þau helst að mig grunar að hlutfalls fólks á aldrinum 18-25 ára sem ekki er byrjað í barnastandi sé hærra utan kirkju, en í öðrum aldurshópum.

Mér þykir þetta nokkuð góð tilgáta.

Matti - 19/01/09 14:16 #

Svo ég setji inn fleiri hlutföll. Í Fríkirkjunni er hlutfallið 24.05%, í Krossinum er það 25.77% og hjá sjöunda dags aðventistum er hlutfallið 20.74%

Annars er þetta fyrst og fremst til gamans gert, það eru aðrar tölur sem skipta meira máli.

Halldór E - 19/01/09 15:54 #

Ég skil að fyrir þig séu þetta ekki mikilvægustu tölurnar, en fyrir mig hins vegar eru þessar tölur mjög áhugaverðar, vegna þess að þær gefa til kynna samsetningu trúfélagana og gefa þannig ákveðnar vísbendingar um framtíðina.

Eins er auðveldara fyrir mig að velta þessum tölum fyrir mér heldur en þeirra staðreynd að síðan ég var vígður til starfa í þjóðkirkjunni hefur hlufall Íslendinga í þjóðkirkjunni lækkað um 11,37%.

Ef hlutfallið væri það sama og þegar ég fékk vígslu væru 36.356 einstaklingum fleira í þjóðkirkjunni. En þetta eru ekki þægilegar tölur að horfast í augu við fyrir mig, svo ég vil helst einblína á hlutfall barna ef það er í lagi.

Matti - 19/01/09 15:59 #

Spáum endilega í þessu :-)

Okkur í Vantrú finnst alltaf óskaplega gaman að aðstoða ungar stúlkur (en samt eldri en 16) við að leiðrétta trúfélagsskráningu Við vitum nefnilega að sú leiðrétting erfist.

Annars kæmi það mér ekki á óvart ef stórbreyting verði á trúfélagsskráningartilhögun hér á landi bráðlega(sbr. þetta)

Halldór E - 19/01/09 16:09 #

Þessi umræða um skráningu í trúfélög hefur reyndar líka farið fram innan kirkjunnar. En fyrir líklega 10 árum þá var umræða og einhver vilji til að láta miða skráningu í trúfélag við skírn, í tilraun til að ná fram aðgreiningu á nafngiftarathöfn og auka vægi trúarlegrar ákvörðunar foreldra. Þetta hins vegar lognaðist út af enda ekki allir kirkjunnar menn á einu máli.

En ég held að það sé rétt að klúður Svavars og sú staðreynd að börn eru ekki lengur einkaeign mæðra hljóti að kalla á breytingar í þessu efni.

Eins er auðvitað ljóst öllu sæmilega skynsömu fólki að eftir nokkur ár verður stjórnvöldum bannað að halda skrár um trúarskoðanir fólks, hvort sem mér líkar það betur eða verr, en þangað til...

Matti - 19/01/09 16:16 #

...eftir nokkur ár verður stjórnvöldum bannað að halda skrár um trúarskoðanir fólks

Hver veit nema einhverjir umburðarlyndisfasistar fari að skoða það mál á næstunni ;-) Því miður þarf allt svona að fara í kæruferil til að eitthvað breytist.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/01/09 16:22 #

Halldór, hvernig finnst þér sú hugmynd að börn væru ekki skráð í neitt fram að 16 ára aldurs, en þá þyrftu þau að velja hvað þau vilja vera skráð?

Þessi umræða um skráningu í trúfélög hefur reyndar líka farið fram innan kirkjunnar.

Var sú umræða á bak við læstar dyr eða var hún á opnu vettvangi? Eitthvað hljóta prestarnir að hafa rætt um þetta á póstlistanum sínum, en hingað til hef ég bara séð þetta rugl frá prestum.

Varðandi börnin, þá finnst mér merkilegt að frá 1990 hefur 15 ára og yngri meðlimum ríkiskirkjunnar fækkað um 5770.

Matti - 19/01/09 16:28 #

Á sama tímabili hefur íslendingum fimmtán og yngri fjölgar úr 67.527 í 70.504, um 2.977.

Halldór E - 19/01/09 16:32 #

Ég persónulega tel ekkert óeðlilegt við að foreldrar geti skráð barn sitt í trúfélag, sér í lagi ef það kýs að láta skíra barnið. Ef fólk vill skíra barn sitt, þá væri hjálplegt fyrir málstað ykkar og þjóðkirkjunnar að því væri gerð grein fyrir því að í skírn felist skráning í trúfélag.

Þessi umræða átti sér stað í tengslum við Kirkjuþing og/eða Prestastefnu einhvern tímann á árabilinu 1997-2000.

En það er rétt Hjalti, kirkjan er að eldast og þegar unga fólkið sem er að skrá sig úr kirkjunni um þessar mundir byrjar að eignast börn, mun fjara mjög hratt undan kirkjunni. Það mun gerast á næstu 5-10 árum.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/01/09 17:16 #

Mér finnst bara afskaplega tilgangslaust að halda utan um skráningu fólks á 1-15 ára aldrinum, þar sem ríkið greiðir ekki sóknargjöld fyrr en þau eru orðin 16 ára. Ég hef miklar efasemdir um það að ætla að tengja skírn og skráningu í trúfélag, finnst að skírn ætti bara ekki að koma ríkinu neitt við.

En ég vona að þú sért sannspár.