Örvitinn

Mótmæli og ofbeldi

Ég varð ekki var við nokkuð grjótkast á mótmælunum í dag og var þó fyrir aftan hús þar sem lætin voru. Nokkuð var um snjóboltakast. Það sem ég sá voru stympingar mótmælenda og óeirðalögreglu. Svo byrjaði lögreglan að hóta gasi, þá réttu allir upp hendur. Ég vissi að gasið kæmi bráðlega og ákvað að flýja eins og rola. Þurfti líka að fara að koma mér aftur í vinnu.

Sá svo lætin hinum megin frá.

Gat ekki betur séð en að lögreglan hafi byrjað ofbeldið, ekki mótmælendur. Mér hugnast ekki sú réttlæting á lögregluofbeldi að fólk hafi ekki fylgt tilmælum. Þeir sem voru á staðnum segja að fólk hafi bakkað hægt og rólega áður en lögreglan sprautaði gasinu.

dagbók
Athugasemdir

Sigurður Þór Guðjónsson - 21/01/09 01:14 #

Löggan lýgur því bara að hent hafi verið grjóti. Og það var vissulega hún sem beitti ofbeldinu og mun halda því áfrma með blessun ríkisstjórnarinnar, samanber blogg Björns Bjarnasonar í dag.

Þröstur - 21/01/09 01:45 #

Ég sá því miður einum steini hent í átt að lögreglunni og þeim handteknu sem var búið að safna saman þarna í hornið í glermillibyggingunni. Heppni að þetta fór ekki í hausinn á einhverjum ...

Matti - 21/01/09 07:36 #

Ég sá því miður einum steini hent í átt að lögreglunni og þeim handteknu sem var búið að safna saman þarna í hornið

Það er þá eftir að lögreglan byrjar að gasa fólkið, en ekki ástæða þess að hún fer út í slíkar aðgerðir. Hugsanlega verið einhver æstur eftir gasið.

Ertu alveg viss um að þarna hafi stein verið kastað, en ekki t.d. skítugum snjóbolta? Það er hrikalegt ef einhverjir hálfvitar eru að kasta grjóti.

Kristín í París - 21/01/09 08:40 #

Líkt og ljóst er að það eru hálfvitar í annars ágætu lögregluliði okkar, er ljóst að það eru hálfvitar í hinum hópnum líka.

Þröstur - 21/01/09 10:43 #

Já, þetta var eftir að lögreglan var búin að gasa slatta af fólki.

Þetta leit amk. út eins og steinn, hann var dökkgrár á litinn. Get þó ekki staðfest það en ég og fleiri í kringum mig sáu þetta líka og við héldum öll að þetta hefði verið steinn.