Örvitinn

Almannatengsl

Stundum skiptir ekki máli hvort maður hefur rétt fyrir sér. Það er gáfulegra að þegja en að segja eitthvað sem hægt er að mistúlka.

Mér finnst að Hörður Torfa hefði mátt anda með nefinu og spá í því hvernig hann ætlaði að orða þetta.

Það er ekkert að því sem hann sagði, það virkar bara illa út á við og verður notað gegn honum (m.a. af ýmsum fávitum).

dagbók
Athugasemdir

Jens - 23/01/09 17:03 #

Þú átt þá við slagorðið "Við viljum ríkisstjórnina burt!", eða hvað?

Matti - 23/01/09 17:05 #

Æi, ég gleymdi að setja vísun á fréttina. Þetta átti ekki að vera neitt dylgjublogg.

Flest bloggin við færsluna eru dæmi um fáránlega ýkt viðbrögð við óheppilega orðaðri en réttmætri athugasemd.

Egill - 23/01/09 17:10 #

Ég sé ekki hvað var réttmætt við þann hluta sem snerist að veikindum Geirs. Átti Geir að tilkynna ákvörðunu um að hann myndi ekki sækjast eftir formannsembættinu áfram án þess að útskýra af hverju? Átti hann að hverfa frá störfum í ótilgreindan tíma án þess að láta vita af hverju?

Ég held að Hörður hafi svara svona í fljótfærni, af því að ég hef enga trú á því að hann sé illgjarn, en maður í hans stöðu hefði mátt tala varlegar.

Matti - 23/01/09 17:13 #

Ég er sammála því að það sem hann sagði um veikindin var fáránlegt.

En það að Hörður ætli sér ekki að draga úr mótmælum þarf ekki að vera óeðlilegt.

Jens - 23/01/09 17:15 #

Var ekki búinn að sjá þetta.

Þetta er ótrúlega klaufalegt, alveg ótrúlega. Hann átti auðvitað bara að segja að mótmælin væru ekki persónuleg, frekar en að það ætti að persónugera efnahagsvandann, og boða áframhald á þeim forsendum.

Egill - 23/01/09 17:18 #

Já mér sýnist við þá reyndar vera nokkuð sammála bara. Mig grunar reyndar að einhverjir eigi eftir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir mæta á laugardagsmótmælin hjá Herði.

Matti - 23/01/09 17:30 #

Já, þetta er agalega vont PR. Einnig mun ákvörðunin um kosningar í maí letja einhverja til að mæta. Aðrir vilja ríkisstjórnina burt núna og mæta áfram.

Eyja - 23/01/09 17:54 #

Getur það verið að það sé rétt haft eftir Herði? Mér finnst afar ótrúlegt að hann hafi sagt þetta og mun líklegra að blaðamaðurinn hafi tekið eitthvað úr samhengi eða haft rangt eftir á einhvern hátt.

Eyja - 23/01/09 18:51 #

Úpps, ég áttaði mig svo á því að það var hægt að hlusta á upptökunni af viðtalinu við Hörð. Það er víst rétt að hann hafi sagt þetta. Hvað var maðurinn að hugsa?

Eyja - 23/01/09 18:52 #

"upptökuna" heitir það víst

Gurrí - 24/01/09 01:05 #

Ég hef ekki gefið mér tíma til að hlusta á viðtalið en sá á síðu Ólínu Þorvarðar að maður sem kommentaði þar við dró hneykslan sína til baka eftir að hafa hlustað, hann sagðist hafa kokgleypt fréttina um símaviðtalið en fréttin var eitthvað tekin úr samhengi. Hörður á að hafa lýst þessu með tilvonandi kosningarnar sem reykbombu, ekki tilkynningu um veikindi forsætisráðherra.

Birgir Baldursson - 24/01/09 09:30 #

Stundum fallast manni hendur yfir heimsku samborgara sinna. Eftir að hafa litið á nokkur Moggablogg finnst mér ég vera umkringdur hálfvitum.

Sjáið þið ekki að Geir notar veikindi sín sem átyllu til að þurfa ekki að bera pólitíska ábyrgð? Hann grípur þetta tækifæri til að bakka út úr vonlausri stöðu án þess að þurfa að skammast sín. Taktíkin er útsmogin og samviskulaus.

Þeir hjá Sjálfstæðisflokknum kunna að manippúlera múginn og hlakka nú yfir því að hafa snúið mótmælendum hverjum gegn öðrum. Mig grunar að Davíð hafi verið með í ráðum þarna.

Er þér ekki viðbjargandi, mín kæra heimska þjóð?

Sjá blogg Láru Höllu og Skorrdal. Þetta fólk nær því sem er í gangi.

Mætum svo öll á Austurvöll í dag og höldum baráttunni áfram. Áfram Hörður Torfa!